Thursday, June 18, 2015

Zanzibar 2

Zanzibar er eyja rétt fyrir utan Tansaníu, tekur 1-2 tíma í ferju frá næstu höfn en við flugum. Anna, vinkona mín var búin að ákveða að fara þangað og ég ákvað að skella mér með. Þetta er einn aðal ferðamannastaðurinn hér. 
Zanzibar er afar áhugaverð eyja. Hún var hluti af Oman fyrir einhverjum öldum síðan sem varð til þess að enn í dag er arabískt yfirbragð yfir öllu. Íbúarnir þar eru múslímar og miðbærinn í borginni á eyjunni eru steinhús og þröngar görtur þar á milli. Konur ganga um með blæju eða búrku, meira að segja pínulitlar stelpur og margir karlar voru með arabahatta. Þar fer aldeilis ekki á milli mála hvenær kallað er til mosku og fólk streymir að. Eyjan var líka mikilvæg miðstöð verslunar með krydd og þræla um langt skeið. 

Í ferðinni gerðum við alls konar skemmtilegt. Ekki nóg með að eyjan hafi spennandi mannlíf, þá eru líka fallegar sandstrendur allan hringinn. Við gerðum alls konar skemmtilegt í ferðinni:

  • Við fórum í kryddferð. Þá fórum við í kryddskóg og okkur sýnd kaniltré, túrmerikplanta, vanilluplanta, múskat og bara alls konar. Mjög áhugavert að kynnast því að krydd sé meira en duft í stauk.
  • Við fórum að snorkla. Það kom hellidemba á leiðinni, ferðin varð tveimur tímum lengri því það var svo vont í sjóinn og við vorum lengur á leiðinni að kóralrifinu. Snorklið var flott. Það urðu samt meira og minna allir sjóveikir og ég varð fegnust þegar ég kom í land.
  • Við syntum með höfrungum.  Við ferðuðumst um á mótorbát, útbúin böðkum og snorklgleruagum, ferðuðumst um á mótorbát og þegar við vorum nálægt höfrungunum var kallað jump,jump! Við stukkum ofaní og  syntum um með þeim, fórum svo aftur upp í bátinn og eltum þá uppi.Stundum leið mér eins og þeir væru komnir svo nálægt að mér fannst það hálf óþægilegt. Svakalegt.
  • Við leigðum okkur hjól. Vörðum heilum degi í hjólaferð milli mangó- og bananatrjáa, skoðuðum risastóran helli og gamlar rústir.
  • Við fórum útí eyju með risastórum skjaldbökum Skjaldbökurnar vöppuðu um allt og voru meira en til í að hitta okkur. Við fengum að klappa þeim, klóra þeim á hnakkanum og þeim fannst það ekkert leiðinlegt.
  • Við borðuðum endalaust mikið af góðum sjávarréttum. Omminomminomm! Humar, alls konar fiskur og fínerí. Nokkra daga hlé frá maísgraut og baunasósu var orðið kærkomið.



Svo, Zanzibar er algjörlega málið, Ofboðslega margt skemmtilegt í boði.

Morgnarnir byrjuðu á morgunverð á ströndinni...

No comments:

Post a Comment