Af mér er allt gott að frétta. Það er bara góðs viti að ég hafi ekki bloggað leeengi lengi. Ég fór nefnilega í ferðalag til Zanzibar. Zanzibar er eyja sem hluti af Tansaníu. Það þyrmir pínu yfir mig við tilhugsunina um að blogga. Ég hef frá allt of mörgu að segja. Ég fór með Önnu, bandarískri vinkonu minni og ferðin var hreint og beint yndisleg. Við vorum þar í 10 daga og ég kom heim síðasta sunnudag.
Síðan þá hefur margt verið í gangi. Farangurinn minn var gjörsamlega allur í sandi svo ég hef tekið vikuna í að þvo dótið mitt og fötin. Ég er búin að vera nógu lengi í afríku núna til að vera búin að læra að taka mér góðan tíma í alla hluti svo ég hef látið eitt verkefnið taka við af öðru í rólegheitum þessa vikuna.
En ég er semsagt enn hér, heil á húfi og brosandi ánægð. Ég hef ekki þurft að vera einmana því ég hef haft "félagsskap" hringorms sem situr sem fastast á rassinum á mér en hann á nú samt að fara á nokkrum vikum ef ég er dugleg að bera krem á hann.
Ég var ekki alveg á því að nenna aftur í hversdagslífið þegar ég kom aftur en þegar ég mætti á svæðið var það svo yndislegt. Fjölskyldan mín tók á móti mér faðmandi og brosandi. Það var líka svogaman að koma aftur í vinnuna því það var búið að halda svo vel áfram með verkefnin sem ég er hluti af að ég trúði varla mínum eigin augum hvað hlutirnir virkuðu vel. Ég er búin að vera alveg full af eldmóði þessa vikuna og oft vera fram eftir að vinna að hinu og þessu. Ég mun svo bæta við ferðabloggum á næstunni, markmiðið um 10 blogg á mánuði skal standa. Þau gætu komið mörg í einum rykk því netið er bara ekki að gera sig hérna… EN ég hef enn 17 daga…
Hér erum við vinkonurnar í kryddferð, nánari útlistingar í næsta bloggi
No comments:
Post a Comment