Saturday, August 29, 2015

Ferðalagið góða

Skrifað 26.8. Bara lengi á leiðinni hér inná...

Þetta blessaða ferðalag hefur heldur betur verið lengi í fæðingu. Okkur fannst eiginlega bara allt spennandi og vissum ekkert hvert við vildum fara. Eftir miklar spekúlasjónir ákváðum við að fara til Eþíópíu. Eftir að hafa gúgglað Eþíópíu í drasl og orðnar hryllilega spenntar fyrir ferðinni komumst við að því að væri heljarinnar mál að fá vegabréfsáritun þangað og við værum orðnar og seinar miðað við að við ætluðum að  fara þangað nú í lok ágúst. Ísland alveg sér á báti með þetta vesen, minnir að öll norðurlöndin og bara öll lönd í Evrópu gætu fengið visa on arrival á flugvellinum. En ekki Íslendingar. Sem betur fer vorum við ekki búnar að bóka flug. Áttuðum okkur á þessu rétt áður en við pöntuðum. 

Við héldum áfram að spá og spekúlera. Fengum mjög misvísandi upplýsingar um hvort væri hægt að fá visa on arrival í Úganda eða ekki. Að lokum sendum við tölvupóst á sendiráðið og var sagt að við gætum fengið visa on arrival. Eins gott að það standi! En ég veit ekki, í versta falli þurfum við að snúa við og finna okkur eitthvað að skoða í Tansaníu. Við ætlum svo að enda ferðina hér í Moshi, þar sem við ætlum að ganga uppá Kilimanjaro. Ég er alveg stressaðri en allt fyrir þeirri ferð. Flestir fá háfjallaveiki á leiðinni upp en svo er misjafnt hversu slæm hún er, hvort fólk nái upp á topp eða ekki. Ég hef líka ekki hreyft mig neitt síðasta árið, fæ harðsperrunr við að ganga upp stigann heima hjá mér. Þetta verður eitthvað.


Ég stoppa svo þrjá daga í Svíþjóð á leiðinni heim þar sem uppáhalds Stokkhólamrbúarnir mínir verða heimsóttir. Hlakka líka mikið til þess.

No comments:

Post a Comment