Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hef ég eiginlega ekki nennt að blogga um þetta blessaða send off partý fyrr en núna því ja, það er meira skemmtilegt að sega frá því heldur en partýið var sjálft. Það reyndi eiginlega bara verulega á þolinmæði og taugar. Full hárgreiðslustofa af yfirstressuðum píum í heilan dag kallandi og hrópandi eitthvað á Swahili. Það var doltið mikið. Brosa og dilla sér í takt við tónlistina í horninu á sviðinu megnið af partýinu (sem var 7 tíma langt).
Allavega. Partýið var á laugardegi.
Ég fór fyrr heim úr vinnunni á fimmtudeginum. Mun fyrr heim. Ég þurfti að fara með mömmu Rose að kaupa skó fyrir partýið. Við meyarnar áttum að vera í rauðum hælum. Ég hef bara hreint ekki farið inní fatabúðir hér í bænum, hef lítið séð af fíneríi sem heillaði mig. Enda er fatastíllinn hér allt öðruvísi. Ég fíla hann alltaf meira og meira og á aldeilis eftir að sakna litanna og munstranna í klæðnaði hér.
Í skóbúnaði, sérstaklega spariskóbúnaði eru glansskór í tísku. Mama Rose hitti mig í bænum uppúr hádegi og við fórum búð úr búð að leyta. Búðirnar voru alveg stórkostlegar, fullar af glanshælum. Við þurftum að fara í þónokkrar búðir því búðirnar voru litlar og allar með vörur úr faatabúðum í Evrópu sem höfðu ekki selst (úr Söru, Clarks og svona eitthvað sem ég kannaðist við). Svo ef mér leist á skó voru þeir yfirleitt bara til í tveimur tilfallandi stærðum. En markmiðið tókst: Rauðir og nógu þægilegir og passlegir til að endast út partýið. Skórnir voru með demantaskrauti. Frænkan, sem á þessum tímapunkti hafði bæst í málið fannst nauðsynlegt að leita að demantaarmbandi í stíl við demantana á stólnum en ég náði að tala hana frá því.
Seinni partinn fór ég svo til klæðskerans að láta þrengja kjólinn minn. Mama Rose kom með mér. Ég hef farið þangað áður með henni að láta laga einhver föt. Vanalega er þetta the "taylor" or "sowing lady". Nú var þetta "the designer" Hjá klæðskeranum mátaði ég kjólinn og svo var ég mæld. Daginn eftir þegar ég sótti kjólinn smellpassaði hann. Leit út bara alveg eins og prinsessa :P
Á laugardagsmorgninum þegar ég vaknaði var dóttirin í fjölskyldunni, Neema komin heim (hún býr í borg nokkuð langt í burtu og ég hef bara hitt hana einu sinni áður). Við tók tveggja tíma dansæfing. Það var bara hresst og skemmtilegt. Ég fékk líka að við myndum labba inn og dansa þennan dans á meðan. Frekar hresst og skemmtilegt.
Þegar dansæfingunni var lokið kom mama Rose til mín rosa stressuð. Nú yrði ég að koma útí bíl, við værum að fara í greiðsluna. Ég henti dótinu mínu í poka og hljóp út. Þetta var klukkan 12. Partýið átti að byrja klukkan 6. Hárgreiðslustofan var troðfull af fólki og þar fengum við að hanga í marga tíma. Ekki að það væri verið að gera neitt í hárið á mér, nei. Bara tansaníska leiðin. Ekki skipuleggja sig heldur segja öllum að koma á sama tíma og bíða svo bara, Úff það reyndi svei mér á þolinmæðina. Ég fékk samt fínar neglur, fékk einhvern maska framan í mig sem var látinn bíða í 3 tíma. Þessi undraverða hárgreiðsla sem ég beið eftir í 5 1/2 tíma var smá hárolía og plastblóm fest með spennu. Make-upið var af sama metnaði, tók eina mínútu og konan sem málaði horfið varla á mig á meðan hún tróð einhverjum tilviljanakenndum farða framan í mig. Ég var þá orðin heldur betur pirruð á þessari þjónustu hjá þeim. Sat sem fastast í make up stólnum og sagðist vilja augnskugga. Ég fékk augnskugga, frekar ljótan. Sagðist vilja maskara og lét alla hárgreiðslustofuna snúast í kringum mig til að finna maskara. Ég eiginlega pínu naut þess að láta alla snúast í kringum mig að leita að þessum eina maskara. Þau sáu það langar leiðir hvað ég var orðin pirruð á þjónustunni þeirra og þau máttu alveg dansa aðeins í kringum mig.
Klukkan 6 fórum við af stað. 8 stelpur í eins kjólum, rauðum skóm og með rautt blóm í hárinu. Keyrðum af stað í skreyttum bíl með slaufum og borðum. Á eftir brúðarmeyjarbílnum og á eftir okkur var pallbíll með lúðrasveit sem spilaði hátíðarmarsa. Við byrjuðum á að aka um aðalgötur bæjarinns en þaðan var ferðinni heitið í myndatöku. Við tókum dágóðan tíma í alls konar myndir af okkur þar sem við vorum raðaðar upp í alls konar litaraðir fyrir framan einhvern gosbrunn með brúðina í miðjunni. Allar héldum við á hvítum rósum og áttum ýmist að veifa þeim til hægri eða vinstri, fram eða aftur. Við vorum rétt hjá einhverju hóteli með fullt af túristum sem flykktust að að taka myndir. Nú held ég að svona 20 asíubúar eigi mynd af mér í glimmerkjólnum.
Þá var það partýið sjálft. Jeremías hvað það var stórt og íburðamikið. Við mættum að sjálfsögðu með stæl, dönsuðum okkur inná svæðið af mikilli innlifun. Þar á eftir komu brúðurinn og hjálparvinkona hennar. Á meðan stóðum við svo á sviðinu, dönsuðum eða dilluðum okkur útí horni í takt við tónlistina. Athöfnin/borðhaldið tók um 6-7 tíma. Eitthvað var um ræður en meira og minna gekk dagskráin útá það að hinir og þessir ættingjar brúðurinnar komu uppá svið og ættingjar mannsins komu svo dansandi inná sviðið til með efni eða teppi til að "klæða" fjölskylduna áður en dóttirin færi í burtu. Þegar búið var að breiða efnið yfir herðarnar á konunum var það okkar brúðarmeyjanna að sækja efnin og brjóta þau saman. Þetta gekk á vel og lengi, á einum tímapunkti stóðu allri í partýinu upp til að skála við okkur og bara alls konar fullt af skemmtilegu hopp og hí og trallalí. Ég borðaði geitainnyflasúpu (mjög vond en forrétturinn sem alltaf er boðið uppá í veislum) og svo aalls konar góðan mat. Kartöflur, geitakjöt, pulsur, ananas. Omminomm. Borðhaldinu lauk svo um kl. 2 um nóttina...
Bæti við myn við tækifæri...
Bæti við myn við tækifæri...
No comments:
Post a Comment