Ég er að fara í send off partý á laugardaginn. Send off partý er boð sam haldið er til að senda brúðina til eiginmannsins. Brúðkaupið verður svo í ágúst. Miðað við lýsingar þá er þetta heljarinnar partý. Mama Rose hefur verið í undirbúningsnefnd. Síðustu vikur eru alltaf einhverjar konur í heimsókn á fundum til að gera og græja hitt og þetta. Mér skilst á þeim að þessi veisla sé ekki síður mikilvæg en brúðkaupið sjálft, í þessari veislu er meira af ættingjum brúðurinnar en í brúðkaupinu sjálfu verður meira af ættingjum brúðgumans.
Ef þið leitið í fyrri bloggum, þá er ég nú þegar búin að taka þátt í pre engagement partýi og engagement partýi. Mér hefur þótt þessar veislur áhugaverðar og íburðamiklar en ekki sérstaklega skemmtilegar því jaaa… það tala allir bara swahili með smá kurteisistali við mig inná milli. Í seinna boðinu tók ég mig tak og dró eina frænkuna útá gólf að dansa við eitt eða tvö lög. Enn í dag þegar ég hitti ættingja er með heilsað sem hinn dansandi mzungu(hvíta stelpa). Hresst lið.
Þegar ég kom heim ígærkvöldi voru þrjár konur í heimsókn. Ég þekkti andlit tveggja, annars vegar hin tilvonandi brúður og hins vegar frænka í skipulagsnefndinni. Ég heilsaði gestunum og settist hjá þeim. Ég var ekki búin að sitja lengi þegar brúðurinn rétti mér kjól og sagði: Ég er búin að kaupa kjól handa þér fyrir send off partýið. Ég vil að þú verðir my maid. ??? Ha, hvað er það, ha ég í þennan kjól ???
Svo útskýrðu þær fyrir mér að ég verði ein af átta stelpum sem verða í eins kjólum og fylgja brúðurinni.
Ég tók kjólinn úr pokanum og virti hann fyrir mér. Hann er himinnblár með glimeri. Með hlýri öðru meginn. Skósíður. Þröngur niður að hnjám en þá verður hann víður með pífum og íburðamikill með klauf. Glæsilegur en minnti mig helst á hafmeyjubúning. Svo var mér tilkynnt um skipulag næstu daga: Í dag fer ég með mömmu Rósu að kaupa rauða háhæla, hlýralausan brjóstahaldara og svo til saumakonu að láta þrengja kjólinn minn svo hann verða alveg örugglega nógu þröngur. Á morgun verður dansæfing. Á laugardaginn verður dagskrá allan daginn: neglur, hárgreiðsla og örugglega make up líka. Eftir þónokkrar umræður um hvort ég þyrfti hárlengingu var ákveðið að það þyrfti ekki.
Í gærkvöldi, þegar skipulagsnefndin var farin, brosti Mama Rose sínu breiðasta og sagðist vera búin að vita þetta alveg heil,heillengi, hún vildi bara ekki segja mér þetta fyrr því hún vildi að þetta yrði surprise. Mitt helsta hlutverk í boðinu verður því, að mér skilst, að dansa á eftir brúðinni þegar hún kemur inn í salinn, sitja við háborð í borðhaldinu og svo lofaði ég að brosa breitt og vera hress og skemmtileg allt kvöldið. Þetta verður eitthvað… ég er satt að segja mjög spennt en hef ekki hugmynd um hvað ég hef komið sjálfri mér útí…
Ég googlaði "send off Tanzania" og fékk þetta út...
Ég googlaði "send off Tanzania" og fékk þetta út...
Bahaha þetta er æðislegt! Ég get varla beðið eftir að sjá myndir!
ReplyDeleteomæ.... Ég bíð spennt eftir myndum. Þetta verður samt alveg örugglega ótrúlega skemmtilegt :D
ReplyDeleteKenndu þeim einhver íslensk tansspor ;)
P.s. held að það yrði enn betra ef þú myndir skella þér í hárlengingu....
ReplyDeleteThis comment has been removed by the author.
ReplyDelete