Thursday, April 30, 2015

Styttist í ferðahelgi

Ég er að fara í Masaaia þorp á eftir. Við erum að fara sex saman: Ég, Tanja og Max (frá World Unite, samtökunum mínum), Eva og Marlou (hollensku stelpurnar sem eru líka í Gabriella center) og Anna, sem er sjálfboðaliði á sama stað og Tanja.

Niðurtalning hefur verið í gangi alla vikuna í Gabriella center og spenningurinn er mikill. Masaaiar eru semsagt frumbyggjar sem búa hér á svæðinu. Þeir klæðast rauðum teppum, búa í moldarhúsum og veiða sér til matar. Fjölkvæni er leyft í þessum þjóðflokki og umskurður beggja kynja er framkvæmdur með mikilli viðhöfn og seremóníu. Skora á ykkur að lesa um þetta á Wikipediu (http://en.wikipedia.org/wiki/Maasai_people). 

Okkur til heiðurs verður slátrað geit. Þetta var aukapakki sem við gátum keypt og ég var eiginlega í fararbroddi með að bæta honum við. Þar sem ég hef gert nokkuð úr því að vera ekta íslenskur víkingur sem borðar lambahjörtu og sauma lamba-maga saman, fylli þá af blóði, elda og borða… þá er ég dauðhrædd um að þurfa að standa undir nafni þarna og borða ég veit ekki hvaða hluta af geitinni.


Þetta verður áhugavert, bíðið bara spennt eftir bloggi í næstu viku...

1 comment:

  1. OMG! Spennandi! Góða ferð!
    Hlakka til að lesa um þetta!

    ReplyDelete