Mín reynla af Tansaníubúum er sú að þeir meta tíma á allt annan hátt en vesturlandabúar. Hér er orðið pole pole (slow slow) notað yfir gjörsamlega allt eins og "þetta reddast" "engan æsing" eða "ég nenni því ekki núna". Tansaníubúar eru líka frekar óstundvísir og tíminn sem fer í að bíða eftir hinu og þessu getur oft verið mikill. Þetta er sérstaklega áhugavert að sjá í vinnunni þegar kennararnir loksins mæta í kennslustundirnar og komast þá að því að það eigi eftir að sækja stóla í kennslustofuna og gera forskrift í allar skriftarbækurnar. Fyrsta korterið fer í þetta og ja… heill bekkur af börnum með einhverfu eða athyglisbrest að bíða prúð á meðan, neee…. Þá fer heilmikill tími í að koma öllum aftur í sætin sín. En þá er samt nógur tími eftir. Jú, afríkubúar gefa sér góðan tíma í allt og kennslustundirnar eru örugglega þrisvar sinnum lengri en heima.
Í kennslustundunum þarf svo oftar en ekki að ydda alla blýantana. Yddarinn sem er í kennslustofunni minni er svona gamalt gríni með snúningssveif og algjört tryllitæki nema hvað hann er alveg úr sér slitinn svo það þarf eina manneskju til að halda yddaranum saman á meðan annar yddar. Það tekur svo heillangan tím að ydda því yddarinn er alveg bitlaus. Ég hef takmarkaða trú að á stofnunin sé of fátæk til að kaupa einn yddara, það framkvæmir það bara enginn.
Þetta tímalausa líf getur verið alveg dæmalaust en ég elska það samt líka.
Mér líst vel á svona rólegheit. Við getum lært margt af þessu líferni.
ReplyDelete