Monday, March 23, 2015

Fyrstu dagarnir.

Skrifað 9.3.2015
Það þymir eiginlega hálf yfir mig að skrifa blogg um síðustu daga. Það er svo ótrúlega margt sem ég hef að segja frá mínum fyrstu 2 1/2 degi í Tansaníu. Þetta blogg er semsagt skrifað á mánudagskvöldi, 9.3.2015 en mætir á veraldarvefinn þegar ég fæ mitt eigið internet.
Fyrst og fremst langar mig að segja að mér líst mjög vel á mig hér. Ég bý hjá fjölskyldu sem er með meirapróf í yndælisheitum og fjölskyldulífið hér er afslappað og vinalegt. Í dag fór ég í kynningarheimsókn í Gabriellas centre, þar sém ég kem til með að vera sjálfboðaliði á og ég er ofsalega spennt fyrir að hefja vinnuna mína þar á morgun. Seinni partinn í dag fór ég svo í sjálfboðaliðahitting og hitti nokkra sem eru í sama bæ og ég. Flott fólk.
Það er bara svo endalaust mikið af allskonar nýju og spennandi hérna. Í gær fór ég í gönguferð um göturnar í kringum húsið mitt og ég labbaði svo hægt að gamlar konur í síðpilsi og slitnum sandölum með 10 bananaknippi í bala á höfðinu tóku langt frammúr mér. Ég ráfaði bara um og þurfti að skoða allt og spekúlera í öllu. Þannig hef ég verið síðustu tvo daga. Moshi, þar sem ég bý er meira bær heldur en borg og þau svæði sem ég hef kannað eru dreifbýl. Í gönguferðinni minni voru öll hús með matjurtargarð og hænsnabúr fyrir utan hjá sér. Það var einhver úti við við öll húsin, annað hvort að bjástra við eitthvað eða bara úti að spjalla. Og allir sögðu: jambó (halló). Mjög vinalegt. Vinalegir og yndælir. Það er tvímælalaust mín fyrstu kynni af Tansaníubúum. Svo er heilmikið margt sem ég þarf að segja frá í smáskömmtum á næstunni: Fjölskyldan mín, Endurhæfingarstofnunin, Maturinn, Strætóferðir, Bæjarferðir. Allskonar, bíðið spennt ;)

No comments:

Post a Comment