Monday, March 23, 2015

Súkkulaði og túristaleiðangur

3.3.2015
Degi eitt í Berlín er lokið. Markmiði eitt um að sofa út var fyllilega náð fyllilega.
Eftir letilegan morgunn lá leið okkar í könnunarleiðangur um hverfið. Kristín flutti í nýja íbúð daginn áður en ég kom hingað og við vildum finna búð í nágrenninu. Kvöldið áður höfðum við líka komist að því, okkur til nokkurra vonbrigðaað ekkert súkkuleði væri á heimilinu og vildum ólmar bæta úr því hallæri. Matvörubúðin fannst fljótt, og súkkulaðið líka en fyrsta ákskorun ferðarinnar var klárlega hvað ætti að velja í girnilegu konfekthafi. Það hafðist. Næst þurfti að velja ost og skinku til að eig með morgunmatnum og ekki var það auðveldara, grilljón nýjar tegundir.
Seinna um daginn fórum við í leiðangur um miðbæinn. Kristín sýndi mér skólann sinn og aðra staði í Berlín s.s., Brandenburgarhliðið; minnisvarða um látna gyðinga og aðaltorgið í Berlín, Alexanderplatz. Við enduðum svo á -aðeins of góðum- Kóreskum hamborgarastað og vorum svo dasaðar eftir matinn að við ákváðum að fara heim undir sæng, horfa á bíómynd og borða súkkulaðið langþráða. Sem við og gerðum.
Bless í bili

No comments:

Post a Comment