Monday, March 23, 2015

Djammið og myrkrið.

22.3.15
Ég fór á djammið síðasta föstudag. Hér er hefð fyrir því að sjálfboðaliðarnir frá samtökunum úr bænum mínum fari saman á djammið á föstudagskvöldum. Ég vissi ekki af því um síðustu helgi (fyrstu helgina mína) og krakkarnir voru svo miður sín yfir því að ég fékk þónokkur sms frá hinum ýmsu krökkum til að láta mig vita. Og ég lét mig að sjálfsögðu ekki vanta. Hér er alla jafna ekki farið út eftir myrkur. Hér dimmir rétt fyrir kl. 19 á kvöldin og ég er alltaf komin heim tímanlega fyrir það. Ég hafði tvisvar áður farið út eftir myrkur en þá var ég í bæði skiptin með mömmu Rósu, fórum í bíl í heimsókn og aftur heim í bílnum. Sárafáir á ferli. 

Þar sem ég ætlaði út eftir myrkur þá varð ég að fara í leigubíl og ekki hvaða leigubíl sem er, ég var búin að fá símanúmer hjá nokkrum leigubílsstjórum sem voru öruggir og með sanngjarnt verð. Ég tók leigubíl á barinn, vel valinn leigubílastjóra af Sam, syninum sem var einnig búinn að samþykkja verð fyrirfram. Á barnum var margt um manninn, mikið stuð og mikið spjallað. Þaðan var ferðinni heitið á discotek. Leigubíll tekinn þangað. Þar héldum við hópinn á dansgólfinu/barnum en ef einhver þurfti á klósettið þá varð a.m.k. einn að koma með því þú fórst aðeins úr augnýn af dansgólfinu. Þegar ég ætlaði heim hringdi ein stelpan í vel valinn leigubílsstjóra. Hann keyrði mig heim, ég hringdi í Sam og bað hann um að opna hliðið fyrir mér. Ég þurfti aðeins að bíða eftir að hann kom og opnaði en leigubílsstjórinn fór ekki fyrr en hann sá að ég var kominn inn fyrir hliðið. Það var nánast enginn á ferli þarna um nóttina nema bara inni á stöðunum sjálfum. Hér fer bara enginn út eftir myrkur.

No comments:

Post a Comment