Ljúfur dagur í Berlín númer þrjú hófst að sjálfsögðu með því að sofa út og svoað borða morgunmat með öllu fíneríinu sem við keyptum í búðinni daginn áður. Við vorum með ýmsar hugmyndir um hvað skildi gera um daginn. Gyðingasafn, Tyrkjamarkaður og Ikea voru okkur efst í huga.
Þegar við komum út ákváðum við þó að labba einn hring í hverfinu í von um að við finndum nytjamarkað sem við höfðum heyrt af. Viti menn , nytjamarkaðurinn fannst og þar var m.a. nákvæmlega eins IKEA fataslá og við ætluðum okkur að kaupa seinna um daginn og ýmsar aðrar hillur sem voru eins og sniðnar inn í íbúðina.
Eftir húsgagnainnkaupin lá leið okkar á Gyðingasafnið. Þar var risastórt og mjög áhugavert. Einhvers staðar lásum við að það tæki klukkutíma að labba í gegnum safnið en það var ekki alveg þannig. Þegar við höfðum labbað um og skoðað í dágóðan tíma og einbeitingin var farin að fjara út urðum við ákaflega kaffiþyrstar, sérstaklega þar sem við sáum að það vari kaffitería um miðbik safnsins. Við hröðuðum okkur áfram, komnar með kaffihúsakaffisbragðið alveg á tungubroddinn. Eftir mikla ranghala fundum við staðinn. Kaffisjálfsali útí horni og fjórir kollar. Vonbrigði. Við keyptum okkur nú samt kaffi þarna en nei. Kaffiduftið hafði eitthvað ruglast í rýminu því út kom heitt súkkulaði. Þá hættum við bara að vonbrigðunum, tilltum okkur á hænuprikin og drukkum heita súkkulaðið sposkar á svip
Eftir húsgagnainnkaupin lá leið okkar á Gyðingasafnið. Þar var risastórt og mjög áhugavert. Einhvers staðar lásum við að það tæki klukkutíma að labba í gegnum safnið en það var ekki alveg þannig. Þegar við höfðum labbað um og skoðað í dágóðan tíma og einbeitingin var farin að fjara út urðum við ákaflega kaffiþyrstar, sérstaklega þar sem við sáum að það vari kaffitería um miðbik safnsins. Við hröðuðum okkur áfram, komnar með kaffihúsakaffisbragðið alveg á tungubroddinn. Eftir mikla ranghala fundum við staðinn. Kaffisjálfsali útí horni og fjórir kollar. Vonbrigði. Við keyptum okkur nú samt kaffi þarna en nei. Kaffiduftið hafði eitthvað ruglast í rýminu því út kom heitt súkkulaði. Þá hættum við bara að vonbrigðunum, tilltum okkur á hænuprikin og drukkum heita súkkulaðið sposkar á svip
Næst fórum við á Tyrkjamarkað ssem er í hverfinu sem Kristín bjó í . Þar keyptum við alls konar fínerís mat sem við vildum með heim. Í lestinni á leiðinni heim voru öll sætin upptekin svo við Kristín stóðum. Þar stóð líka einn maður, samt alveg hinu megin á stand-svæðinu. Í fyrtsu beyjunni sem lestin tók, sem var alls ekki harkaleg, kastaðist maðurinn þvert yfir lestargólfið og beint á mig. Hann meiddi sig sem betur fer ekki en við systur vildum meina að þessi örugglega sextugi þýski róni hafi fallið fyrir mér
Þegar heim var komið réðumst við ólmar í allan fína og spennandi tyrkjamatinn og röðuðum svo dóti í nýju húsgögnin sem við keyptum svo herbergið hennar er nú orðið mun búsældarlegra.
No comments:
Post a Comment