Strætóarnir hérna heita Daladala og eru minibusar. Strætóferðirnar hérna eru eiginlega mesta afríku-adrenalinkickið sem ég fæ. Allir strætóar leggja af stað frá aðal strætisvagnastöðinni Ég þarf því að taka einn strætó niður í bæ og annan þaðan og í Gabriellas. Strætóarnir fara ekki af stað fyrr en setið er í öllum sætum en á á leiðinni bætist fólk í. Einstaka sinnum eru strætóarnir fullir en yfirleitt er bara troðið og troðið. Fólk situr þétt, sest ofan á hvort annað og stendur hálf-upprétt. Þegar einhver ætlar út þurfa oftar en ekki tveir þrír að fara út úr strætó til að sá sem ætlar út komist. Ég fer yfirleitt með bakpoka í vinnuna með vatnsflösku og fleiru í. Hann fær ekki að vera á bakinu á mér því það tekur allt of mikið pláss. Yfirleitt reyni ég að halda á honum einhvern veginn í annarri hendinni. Einn daginn hins vegar þurfti ég að taka tölvuna með í vinnuna. Ég var pínu stressuð yfir því og ætlaði að halda fast í töskuna. En strætóinn var stútfullur og kona sem sat fyrir framan mig greip töskuna og setti í kjöltu sér. Mér leist ekkert á þetta en gat engan veginn haldið á henni sjálf í þessum þrengslum. En það var nú kannski ekkert til að vera stressuð yfir. Næst þegar ég fór í strætó kom móðir með barn uppí troðfullan strætóinn. Mamman stóð við dyrnar en barnið var gripið af þeim sem voru inní strætónum fyrir og komið fyrir í hjá einhverjum af sitjandi farþegunum. Stundum kemur fólk með alla hrísgrjónauppskeruna sína meðferðis eða varadekk undir bílinn sinn sem þarf líka að koma fyrir. Í gær var einn með nokkrar gaggandi hænur með sér sem troðið var fyrir aftan öftustu strætóröðina.
Tveir starfsmenn eru í vagninum. Annars vegar bílstjórinn og hins vegar maður sem er aftaní. Hann stendur inni í bílnum en er eiginlega hálfur útum gluggann. Hans hlutverk er að fylgjast með hvort einhver sé að leita eftiri fari. Hann sér einnig um að safna strætófargjöldum og í leiðinni segir fólk honum hvar það vill stoppa til að ganga úr skugga um að það sé örugglega stoppað á þeirra stöð. Svo er vagnstjórinn með eitthvað svona klappsystem til að bílstjórinn viti hvenær hann eigi að stoppa og hvenær allir eru komnir inn og vagninn megi fara af stað. Ég þarf að fylgjast vel með því hvenær ég ætla út og rétt áður en ég kem að stöðinni minni þarf ég að kalla nafnið á henni til að það verði örugglega stoppað. Oft er mikill hávaði inní strætó en þá byrja alli hinir í strætónum að kalla frammí að það þurfi að stoppa næst. Ég lendi líka oft í því að vera ein af þeim sem stend hálf upprétt í strætó. Ég þakka mikið vel fyrir það að það eru þrjár hraðahindranir rétt áður en ég kem að stoppinu mínu í vinnuna. Þá fer ég að þekkja mig.
Það eru mismunadi leiðir sem strætóarnir fara en engin tímaplön. Þeir einfaldlega fara af stað þegar vagnarnir eru fullir.
Einn af fyrstu dögunum mínum gerði ég t.d. þau mistök að fara upp í strætó sem var næstum tómur. Hann fór af stað svona 40 mín seinna.
No comments:
Post a Comment