22.2.15
Fyrsta blogg AfríkuArndísar er að renna upp. Nú er vika í að ég yfirgefi Frónið fagra og fína. Ég var búin að lofa sjálfri mér, áramótaheitinu mínu, vinum og ættingjum að vera dugleg að láta vita af mér í ævintýraferðinni minni og mér fannst einfaldasta leiðin vera að útbúa bloggsíðu. Ég hef ætlað mér í sjálfboðastarf til Afríku í mörg ár og ég hef heldur betur notið góðs af því að lesa bloggsíður ókunnugs fólks sem hefur farið í svipaðar ferðir. Þær bloggsíður hafa drifið í mig kjarkinn að fara af stað og einnig hjálpað mér að ákveða hvernig ég vil haga minni ferð. Ég verð að viðurkenna að ég stíg þónokkur skref út fyrir þægindahringinn að hafa síðuna svona opna fyrir allt og öllum en einu sinni er allt fyrst og sjáum bara hvað setur.
-Fyrir þá sem ekki vita- Þá er ég á leið til Tansaníu í sjálfboðastarf á endurhæfingarstöð fyrir einhverf börn. Stefnan er tekin á að vera þar í eitt ár. Fyrst verður þó 5 daga stopp hjá Kristínu í Berlín.
Vika til stefnu og ég er enn tiltörulega heil á geði. Ég er reyndar farin að finna fyrir því að ég gleymi og tíni dótinu mínu útum allt. Sem ég eri venjulega en extra mikið þegar ég er stressuð. Ég er líka búin að panta mömmu næsta laugardag því ég get aldrei pakkað ofaní töskur fyrir ferðalög án sáluhjálpar. Annars er bara allt að smella held ég. Ég er nýbúin að fá tölvupóst frá fólkinu sem ætlar að sækja mig á flugvöllinn í Tansaníu og Kristín sendir mér daglega hugmyndir af nýjum og spennandi aktivitetum í Berlín. Mikill spenningur í gangi
Bloggi eitt lokið.
No comments:
Post a Comment