Thursday, March 26, 2015

Þarmasósan

Við gott tækifæri kem ég með nákvæmari lýsingu á tansanískum mat og matarhefðum. Í kvöldatinn hér er yfirleitt hrísgrjón, maísgrautur eða bananar (öðruvísi bananar) og svo er einhver sósa með sem er gerð úr grænmeti, kjöti eða baunum. Einstaka sinnum eru hins vegar kartöflur í matinn og það finnst mér afskaplega gott og hef sagt þeim að kartöflur séu maísgrauturinn okkar, við borðum þær á hverjum degi.

Í gær mætti ég heldur betur brosandi andliti þegar ég kom í kvöldmat. Mamman sagði "karibu Arndís!"(gjörðu svo vel!) We have your favourite for dinner! We have potatoes! Það var ég aldeilis ánægð með og fékk mér vel á diskinn. 

Með þessu var einhver kjötsósasem ég setti yfir en þegar ég fór að skoða kjötbitana litu þeir út eins og einhver rör miklu frekar en kjötbitar. Ég spurði hvað þetta væri og mér var sagt: "stomack from the cow". Svo borðaði ég þetta. Bragðaðist bara eins og allar aðrar kjötsósur hérna, bara seigara en kjötið.  Miðað við útlitið á þessu er ég helst á því að þetta hafi verið smáþarmar.


Kartöflur, avocado og þarmasósa- jájá.

1 comment: