Saturday, September 5, 2015

River rafting á Níl

Síðustu dögum höfum við varið á hosteli í bænum Jinja. Þessi bær er við Viktoríuvatn og upptök árinnar Níl. Við erum á backpacker hosteli með útsýni yfir ána og þessi staður er einfaldlega undurfagur.

Þegar við googluðum "visit uganda" kom river rafting á Níl upp á öllum listum. Við fórum í gær og mikið er ég ánægð með að Guðbjörg hafi drifið okkur af stað. Við lögðum af stað snemma í morgun. Hittum hópinn okkar sem samanstóð af mér og Guðbjörgu, banarískum systrum á sextugsaldri, indverskum strák og öðrum breskum á okkar aldri. Hresst lið. Með okkur var svo eldklár og endalaus fyndinn guide.

Við byrjuðum á að keyra neðar í Níl. Þar klæddumst við björgunarvestum og hjálmum og fórum útí ána. Til að byrja með gerðum við nokkrar æfingar í að detta, halda í bátinn, róa o.fl. Þaðan hófust siglingarnar sjálfar. Á litla gúmmíbátnum okkar óðum við af stað í alls kyns strauma og flúðir. Við héldum dauðahaldi í bátinn og ég var óskaplega þakklát fyrir björgunarvestið mitt og hjálminn. Adrenalínið stökk um frá toppi til táar og váts hvað þetta var gaman. Víkingagenin héldu okkur í öldunum og við náðum að halda bátnum uppi í gegnum öll herlegheitin. Við bættum þó stundum í og stukkum útí og leyfðum björgunarvestunum að vinna vinnuna sína og fljóta með okkur í gegnum strauminn. 

Á milli straumanna leit Níl út eins og stöðuvatn þar sem við róuðum niður ána í rólegheitum. Þá nutum við veðurblíðu og útsýnis, það var sól og fallegt veður. Áin var volg og notaleg að stökkva útí. Við horfðum á græna árbakkana og fallegan gróður beggja vegna árinnar, fylgdumst með öðrum raftbátum, kayökum og einstaka fiskibátum. Við sáum erni njóta lífsins á lítilli eyju í miðri ánni og ýmsa aðra fallega og furðulega fugla synda í ánni og fljúga um. Á seinni parti bátsferðarinnar fór þó að draga ský fyrir sólu og á lokaspretti siglingarinnar kom þessi úrhellisdemba. Ekta afrískt skýfall þar sem droparnir voru svo stórir og öflugir að það var sárt að fá þá framan í sig. Þá settum við hnakkann fyrir okkur og rérum eins og við áttum lífið að leysa að bakkanum. Og komumst þangað heil á húfi.


Ég er líka enn á lífi. Mamma og pabbi fengu ekki að vita af þessari för fyrr en núna. Guidinum fannst gaman að segja okkur ógnvænlegar krókódílasögur úr Níl á leiðinni og til að vera alveg safe ætlum við að taka ormalyf. Við drukkum ábyggilega einhverja lítra af Níl í dag, því það eru víst alls kyns fínerís snýkjudýr í ánni. Það fara samt tugir af fólki í riverrafting og á kayak í ánni á hverjum degi svo þetta getur ekki verið svo alvarlegt.Þetta var magnaður dagur. Mér finnst ekki skrýtið að þetta hafi verið á öllum topplistum og mun ekki gleyma honum.





Thursday, September 3, 2015

Púslkeppnin

Nú fyrir um 3 vikum síðan fékk ég sendingu frá Íslandi. Sendingin var frá Unni og Lillý og innihélt allskyns varning, meðal annars 24 stykkja púsluspil með hundamyndum. Við Guðbjörg undirbjuggum farangur okka vel fyrir ferðina með alls kyns dægrastyttingu með ýmsum hætti og meðal annars þessum spilastokk.

Frá Mwanza tókum við bát til Bukoba, sem er bær alveg við Úgönsku landamærin. Þetta var 12 tíma ferð frá 6 að kvöldi til 6 að morgni. Við höfðum hálfan bekk á móti hvor annarri og yndæla Úganska fjölskyldu með okkur á okkar bekkjum og næsta. Fjölskyldan samanstóð af foreldrum, 3 strákum um 6- 12 áraVið byrjuðum að spjalla og komumst að því að strákarnir litlu töluðu líka ensku, reiprennandi og stanslaust :P Eftir að haa spjallað dágóða stund og fylgst með lífinu við strendur Viktoríuvatn tók Guðbjörg upp púsluspilið fór að púsla með yngsta stráknum. Það gekk heldur hægt til að byrja með en hann var þó fljótur að læra. Hann virtist ekki hafa gert þetta áður. 
Púsluspilið vakti hins vegar athygli. Frændinn, sem var líklegast um þrítugt horfði á púslið girnaraugum og vildi prufa næst. Þegar maður á næsta borði sá að frændinn, sem var fullorðinn, fékk að prufa vildi hann líka vera með. Og þeir byrjuðu. Tveir saman með 24ra stykkja púsl og vissu ekkert hvað þeir voru að gera. Prufuðu ótrúlegustu púslur saman, áttuðu sig ekkert á að það væri munur á hornpúslum, hliðarpúslum og miðjupúslum og voru svo klunnalegir í öllum fínhreyfingum að það var alveg fyndið. Við sáum að þetta gekk ekki neitt og ákváðum því að leiðbeina þeim aðeins. Við reyndum að segja þeim best væri að byrja með því að flokka púslin og gera rammann en þeir heyrðu ekkert í okkur því þeir voru gjörsamleg niðursokknir í leikinn. Við áttum fullt í fangi með að halda andliti og nutum þessarar sjónar. Maður um þrítugt í hvítri skyrtu og arabi um fertugt í arabakjól og með hatt sem hvorki heyrðu né sáu það sem var í kringum þá því þeir voru svo niðursokknir í eitt pínulítið hundapúsl.

Eftir dágóða stund en harlalítinn árangur náðu þeir betra sambandi við umheiminn og fóru nú að hlusta á hvernig best væri að haga leiknum. Þeir voru dálítið lengi að ná þessu en það kom þó. Og með nokkurri hjálp (litlu strákarnir voru að fylgjast með og náðu þessu miklu fyrr) þá kláraðist púslið! Þeir vildu prufa aftur og svo aftur og svo var komið kapp í þá og þeir vildu taka tímann. Fjórða tilraun tók rúmar 12 mínútur. Þá sögðu þeir okkur Guðbjörgu að prufa hvað við værum lengi. Hvorug okkar hafði púslað púslið o við fengum alveg frammistöðukvíðafiðrildi í magann áður en við byrjuðum efir að hafa hlegið svona að þeim púsla. En árangurinn lét ekki á sér standa. Við vorum rúma mínútu að klára púslið og skipverjar okkar horfðu á okkur eins og við værum að framkvæma töfrabrögð. 


Unnur og Lillý, þið hittuð í mark þarna ;) Skemmtilegur leikur sem heldur betur stytti okkur stundir í bátnum og vöktu upp margar spurningar og undrun.

Saturday, August 29, 2015

Mwanza

Vinsamlegast skoðið póstana tvo hér á undan fyrst...

Nú er ferðalagið hafið! Við erum komnar á fyrsta stopp, borgina Mwanza við Viktoríuvatn. Fyrsti dagurinn var rútuferð, 14 tímar. Áhugaverð rútuferð. Þetta voru 14 tímar og mér var ekkert farið að leiðast þegar við komum á leiðarenda. Það er svo mikill þeytingur búinn að vera á okkur síðustu daga að ég naut þess að vera kominn með bakpokann í skottið, to-do listann í ruslið og sitja svo ein með sjálfri mér, láta hugann reyka um allt og ekki neitt og þurfa ekki að gera neitt. Síminn minn var meira að segja batteryslaus svo þetta ver 100% afslöppun. Svo 14 tímar í gær þar sem ég dormaði í hitamollu og horfði út um gluggann. Hluta leiðarinnar hafði ég keyrt áður en þá á regntímabilinu. Nú er hins vegar farið að vora og gróðurinn farinn að þorna. Landslagið var allt öðruvísi og önnur upplifun að keyra um svæðið.
Ég fæ ekki nóg af því að horfa út um gluggann á bílferðum hér. Mismunandi húsgerðir eftir landssvæðum, mismunandi klæðnaður og alltaf svo áhugavert að hugsa til lífshátta fólks sem búa í litlum kofum lengst úti á landi með búhjarðirnar sínar. Ekkert gróðrland nema tré á stangli, ekkert rafmagn, ekkert símasamband. Það kom mér á óvart hversu strjábílt var á leiðinni og bæjirnir sem við stoppuðum í, sem eru merktir nokkuð skilmerkilega á landakort voru í raun litlir. Vegurinn, á milli tveggja af stærstu borga Tansaníu var ein akrein í hvora átt og ekki nema einstaka bíll á ferð. Nú áttaði ég mig einnig á hvað mama Rose átti við þegar hún sagði að héruðin Kilimanjaro og Arusha, sem ég bý á og næsta við, eru hvað þróuðustu svæði Tansaníu. 
 
Við pöntuðum okkur eitthvað hótel á netinu áður en við fórum til að vera með öruggan næturstað. Við fengum leigubílstjóra til að keyra okkur á hótelið, sem er lengst útí ég veit ekki hvar. Ferðalagið var ævintýralegt og oft týnst á leiðinni og okkur var alveg hætt að lítast á blikuna þegar við vorum búnar að keyra í korter á holóttum vegum og greinilega komin þónokkuð útúr aðal borginni. En leigubílstórinn var traustur maður og varkár bílstjóri, svo þetta reddaðist allt. Við erum einu gestirnir, enda að okkur sýnist, bara rétt verið að klára að byggja hótelið. Hér er stjanað við okkur eins og prinsessur. Við fengum internetraoderinn bara með okkur inn í herbergi og í morgun var búið að búa til alveg svakalegan morgunverð, bara fyrir okkur 2 sem við fengum inní herbergi. Þjónustustúlkan er líka algjört krútt. Líklega svona tvítug. Ábyggilega nýbyrjuð að vinna hérna og vill gera sitt allra besta.. Hún hneigir sig í hvert sinn sem hún hittir okkur eða kemur með eitthvað til okkar og stekkur af stað ef við pöntum eitthvað eða ef hún man eftir einhverju sem okkur gæti hugsanlega vantað.


Nú sit ég hér afvelta eftir morgunmatinn og nýt rólega prinsessulífsins. Plan dagsins er að finna og panta ferju til Úganda, skoða Mwanza, "the rock city" og vonandi gæða sér á fiski úr Viktoríuvatni. Þangað til næst…

Ferðalagið góða

Skrifað 26.8. Bara lengi á leiðinni hér inná...

Þetta blessaða ferðalag hefur heldur betur verið lengi í fæðingu. Okkur fannst eiginlega bara allt spennandi og vissum ekkert hvert við vildum fara. Eftir miklar spekúlasjónir ákváðum við að fara til Eþíópíu. Eftir að hafa gúgglað Eþíópíu í drasl og orðnar hryllilega spenntar fyrir ferðinni komumst við að því að væri heljarinnar mál að fá vegabréfsáritun þangað og við værum orðnar og seinar miðað við að við ætluðum að  fara þangað nú í lok ágúst. Ísland alveg sér á báti með þetta vesen, minnir að öll norðurlöndin og bara öll lönd í Evrópu gætu fengið visa on arrival á flugvellinum. En ekki Íslendingar. Sem betur fer vorum við ekki búnar að bóka flug. Áttuðum okkur á þessu rétt áður en við pöntuðum. 

Við héldum áfram að spá og spekúlera. Fengum mjög misvísandi upplýsingar um hvort væri hægt að fá visa on arrival í Úganda eða ekki. Að lokum sendum við tölvupóst á sendiráðið og var sagt að við gætum fengið visa on arrival. Eins gott að það standi! En ég veit ekki, í versta falli þurfum við að snúa við og finna okkur eitthvað að skoða í Tansaníu. Við ætlum svo að enda ferðina hér í Moshi, þar sem við ætlum að ganga uppá Kilimanjaro. Ég er alveg stressaðri en allt fyrir þeirri ferð. Flestir fá háfjallaveiki á leiðinni upp en svo er misjafnt hversu slæm hún er, hvort fólk nái upp á topp eða ekki. Ég hef líka ekki hreyft mig neitt síðasta árið, fæ harðsperrunr við að ganga upp stigann heima hjá mér. Þetta verður eitthvað.


Ég stoppa svo þrjá daga í Svíþjóð á leiðinni heim þar sem uppáhalds Stokkhólamrbúarnir mínir verða heimsóttir. Hlakka líka mikið til þess.

Moshi dögum fækkar

Skrifað 25.8. Gleymdi að setja það inn….

Hún Guðbjörg Lára, vinkona mín er að koma á eftir. Við ætlum í ferðalag saman í rumar 3 vikur. Síðan held ég heim en hún ætlar að fara á Gabriella centre og gerast sjálfboðaliði þar. 
Síðustu  daga hef ég verið í því að panta ferðir fyrir okkur, panta flug heim og skipuleggja hvenær ég get sagt bless við alla. 

Ég hef líka verið að reyna að klára verkefnin sem ég tók að mér í Gabriella centre, eða að minssta kosti verið að reyna að skila þeim þannig af mér að hægt sé að halda verkefnunum áfram eða taka upp þráðinn að nýju þegar tækifæri gefst. 


Ég er eiginlega búin að vera hálf lítil í mér í mér, búin að skypa mömmu í tíma og ótíma, verið með hnút í maganum og það þarf ekkert til að ég stressist uppúr öllu veldi. En það er bara part of programmet. Það væri ekkert fútt í þessu ef það væri ekki smá áskorun ot tilfinningadrama. Er líka óskaplega spennt fyrir komandi dögum! Svooo ef ég kemst í að skrifa næstu daga, þá verða það verðablogg :)

Tuesday, August 18, 2015

Samfélagsfræðsla

Nú er miðannafrí í skólanum. Krakkarnir eru í fríi og við höfum því meira verið í því að skipuleggja ýmislegt og líka farið í heimilisathuganir og sinnt ýmsum verkefnum

Í dag fór ég ásamt Mde, iðjuþjálfanum á Gabriella cenntre, í skóla um 40 mínútna keyrslu frá bænum mínum. Þetta er verkefni sem er kallað outreach og gengur útá að veita fræðslu og aðstoð í samfélaginu um fatlanir og námsörðugleika.
Í þeim skóla voru um 270 nemendur. Í skólanum var einnig deild fyrir börn með special needs. Það var hús með tveimur skólastofum, 18 nemendum og einum kennara.  Hún Doris. sérkennarinn tók á móti okkur. Um 15 börn voru mætt í skólann í dag og foreldrar flestra þeirra líka. Það sem við gerðum var að meta börnin, þau unnu ýmis verkefni og við fylgdumst með hvernig þeim gekk að fara eftir fyrirmælum, einbeita sér, leysa verkefnin ofl. ofl. Mde tóok einnig viðtöl við foreldra.
Í lok heimsóknarinnar var svo talað um áframhaldandi samstarf og hvað matstækin okkar leiddu í ljós. Við vildum fá tvö börn á námskeið hjá okkur og einnig vildum við skoða möguleikann á að byrja verkefni í skólanum þar sem börn læra garðyrkju. Þetta voru allavega hugmyndir frá okkur.

Það var áhugavert að koma í venjulegan skóla í einn dag. Þó ég sé búin að vera hér í næstum hálft ár eru enn hlutir sem mér finnst skrýtnir og koma mér á óvart.
Einn kennari með átján börn með sérþarfir. Og enginn annar að starfa við það sama í sveitinni svo hún þarf bara að treysta á sjálfa sig. Ég dáist að þrautsegjunni í henni.
Á leiðinni áttaði Mde sig á því að hún hafði gleymt tómum blöðum til að láta börnin skrifa á. Ég sagði: Þau hljóta að eiga blöð í skólanum. En hún sagði: Nei, öruglega ekki. Við redduðum okkur því við vorum með of mörg matsblöð og gátum því látið börnin skrifa aftan á þau. Annars sá ég einn bunka af svona 10 stílabókum í sérdeildinni, engin tóm blöð.
Á leiðinni sagði Mde mér líka að hún myndi kynna okkur sem nema. Það væri til að komast hjá því að starfsfólk skólans ætlaðist til þess að við, eða sérstaklega ég sem hvít manneskja, væri komin til að gefa skólanum gjafir eða styrkja þau.
Þegar Tansaníubúar vilja vera gestrisnir bjóða þeir uppá gos. Sérkennarinn var búinn að fara í verslunarferð og kaupa gos handa okkur. Líka skólastjórinn. Ég tók út gosskammtinn minn fyrir næstu daga í dag.
Tansaníubúar eru gestrisnir og hlýir. Það er bara þannig.
Í heimsóknum vill fólk yfirleitt alltaf taka af þér töskuna og halda á henni fyrir þig. Taka hana um leið og þau heilsa þér og þegar sest er niður leggja þau hana á öruggan stað. Þegar þú ferð halda þau á henni þar til leiðir skiljast. Nú vorum við tvær í dag, Ég og Mde. Doris tók töskuna mína og kallaði svo á eitt barnið til að halda á töskunni hennar Mde. Við fengum því fylgd tveggja alla leið á rútustöðina.


Áhugaverður og skemmtilegur dagur.

Sunday, August 16, 2015

Húsverkin mín í Afríku


Ég er flutt. Flutti í sjálfboðahús fyrir þremur vikum. Lífið á nýja staðnum er afar ljúft. Ég bý með einni stelpu í íbúð og á hæðinni fyrir neðan okkur er hús með tveimur stelpum í.  Svolítið eins og að vera bara hálfan daginn í Afríku og hinn helminginn lifandi venjulegu stúdentalífi. Ég er með internet í íbúðinni og ji hvað það er ávanabindandi. En gaman líka. Er að gúggla hvert sé gaman að ferðast í Afríku… úff… það er of margt spennandi. Mamma Rósa og fjölskylda eru enn á sama stað og ég heimsæki þau öðru hvoru. Þau eru svo yndisleg en sjálfboðahúsalífið er doltið meira stuð.

Annars hef ég líka verið að prufa mig áfram í uppskriftum og eldamennsku. Það var alveg ástæða fyrir því að ég ferðaðist Íslandið okkar á enda fyrir nokkrum árum til að læra að elda og þrífa. Ég elska að fá að gera það sjálf. Fannst alveg vera tekið fram yfir hendurnar á mér að fá ekki að gera það hjá Mömmu Rósu. Nú er ég í miklum baunasósuæfingum. Æfingarnar ganga ljómandi vel, en ég er of kryddforvitin fyrir hina hefðbundnu tansanísku matargerð. Ég þurfti að prufa karrýbaunir og alls konar. Það var samt mjög gott. Svo skemmir ekki fyrir að hún Kaija, stelpan sem ég bý með og er algjör draumur finnst allt gott sem ég elda.
Næsta mál á dagskrá er maíssúpa með baunum og að sjálfsögðu hinn eini sanni Ugali! (Maísgrauturinn sem er borðaður í öll mál hérna). Tansaníubúar alveg missa andlitið þegar ég segi þeim að ég hafi eldað þetta sjálf. Að ég, hvít stelpa, kunni að elda og ég kunni meira að segja að sjóða hrísgrjón án þess að nota rice cooker. Tansaníubúar halda því fram að í Evrópu og Ameríku sjóði allir hrísgrjón í rice cooker og eigi einfaldlega sér vélar til að elda allt saman.

Ég fæ líka að þrífa. Á laugardögum kemur maður til að þrífa hjá okkur. (Hér er nauðsynlegt að ráða einhvern til að þrífa fyrir sig ef þú hefur efni á því, annars telur fólk þig stuðla að atvinnuleysi). Hann vinur minn kemur á laugardags "morgnum". Hann mætir með fötu af vatni og eina tusku. Og svo byrjar hann. Þrífur þá vaska sem honum dettur til hugar þann daginn og þvær gluggakistur eða borðbekki sem er drasl á. Svona af því að þá getur hann skammast yfir því að þar sé drasl sem við þurfum að fjarlægja áður en hann getur þrifið. Í gærmorgunn var kústurinn okkar inni á baðherbergi og við fengum aldeilis að heyra það að við ættum að biðja leigusalann okkar um að lána okkur moppu ef við vildum þrífa baðherbergisgólfið. Ekki kústinn. Það besta var þó  að sjá hann þrífa klósettið, sem ég fylgdis laumulega með einn laugardaginn. Þá tók hann dolluna undan klósettburstanum, fyllti hana af vatni, og skvetti svo yfir klósettið. Að því loknu tók hann tuskuna góðu, sem hann var búinn að skúra gólfið í hálfri íbúðinni með, og strauk yfir klósettið. Eftir þetta tók hann tuskuna og skúraði restina af íbúðinni.

Þegar hann er farinn á laugardögum förum við til stelpnanna á neðri hæðinni og biðjum um að fá lánað hreinsispreyið þeirra til að fara yfir klósettið aftur. 


Sumt fólk er bara skrautlegra en annað og hann gerir það svo sannarlega að verkum að helgin mín byrjar á smá hlátri og brosi útí annað. Og ég fæ þá líka ástæðu til að þrífa pínu sjálf.

Thursday, August 13, 2015

Glansskór, glimmerkjóll og blóm í hárið

Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hef ég eiginlega ekki nennt að blogga um þetta blessaða send off partý fyrr en núna því ja, það er meira skemmtilegt að sega frá því heldur en partýið var sjálft. Það reyndi eiginlega bara verulega á þolinmæði og taugar. Full hárgreiðslustofa af yfirstressuðum píum í heilan dag kallandi og hrópandi eitthvað á Swahili. Það var doltið mikið. Brosa og dilla sér í takt við tónlistina í horninu á sviðinu megnið af partýinu (sem var 7 tíma langt). 

Allavega. Partýið var á laugardegi.
Ég fór fyrr heim úr vinnunni á fimmtudeginum. Mun fyrr heim. Ég þurfti að fara með mömmu Rose að kaupa skó fyrir partýið. Við meyarnar áttum að vera í rauðum hælum. Ég hef bara hreint ekki farið inní fatabúðir hér í bænum, hef lítið séð af fíneríi sem heillaði mig. Enda er fatastíllinn hér allt öðruvísi. Ég fíla hann alltaf meira og meira og á aldeilis eftir að sakna litanna og munstranna í klæðnaði hér. 
Í skóbúnaði, sérstaklega spariskóbúnaði eru glansskór í tísku. Mama Rose hitti mig í bænum uppúr hádegi og við fórum búð úr búð að leyta. Búðirnar voru alveg stórkostlegar, fullar af glanshælum. Við þurftum að fara í þónokkrar búðir því búðirnar voru litlar og allar með vörur úr faatabúðum í Evrópu sem höfðu ekki selst (úr Söru, Clarks og svona eitthvað sem ég kannaðist við).  Svo ef mér leist á skó voru þeir yfirleitt bara til í tveimur tilfallandi stærðum.   En markmiðið tókst: Rauðir og nógu þægilegir og passlegir til að endast út partýið. Skórnir voru með demantaskrauti. Frænkan, sem á þessum tímapunkti hafði bæst í málið fannst nauðsynlegt að leita að demantaarmbandi í stíl við demantana á stólnum en ég náði að tala hana frá því.

Seinni partinn fór ég svo til klæðskerans að láta þrengja kjólinn minn. Mama Rose kom með mér. Ég hef farið þangað áður með henni að láta laga einhver föt. Vanalega er þetta the "taylor" or "sowing lady". Nú var þetta "the designer" Hjá klæðskeranum mátaði ég kjólinn og svo var ég mæld. Daginn eftir þegar ég sótti kjólinn smellpassaði hann. Leit út bara alveg eins og prinsessa :P

Á laugardagsmorgninum þegar ég vaknaði var dóttirin í fjölskyldunni, Neema komin heim (hún býr í borg nokkuð langt í burtu og ég hef bara hitt hana einu sinni áður). Við tók tveggja tíma dansæfing. Það var bara hresst og skemmtilegt. Ég fékk líka að við myndum labba inn og dansa þennan dans á meðan. Frekar hresst og skemmtilegt.

Þegar dansæfingunni var lokið kom mama Rose til mín rosa stressuð. Nú yrði ég að koma útí bíl, við værum að fara í greiðsluna. Ég henti dótinu mínu í poka og hljóp út. Þetta var klukkan 12. Partýið átti að byrja klukkan 6. Hárgreiðslustofan var troðfull af fólki og þar fengum við að hanga í marga tíma. Ekki að það væri verið að gera neitt í hárið á mér, nei. Bara tansaníska leiðin. Ekki skipuleggja sig heldur segja öllum að koma á sama tíma og bíða svo bara, Úff það reyndi svei mér á þolinmæðina. Ég fékk samt fínar neglur, fékk einhvern maska framan í mig sem var látinn bíða í 3 tíma. Þessi undraverða hárgreiðsla sem ég beið eftir í 5 1/2 tíma var smá hárolía og plastblóm fest með spennu. Make-upið var af sama metnaði, tók eina mínútu og konan sem málaði horfið varla á mig á meðan hún tróð einhverjum tilviljanakenndum farða framan í mig. Ég var þá orðin heldur betur pirruð á þessari þjónustu hjá þeim. Sat sem fastast í make up stólnum og sagðist vilja augnskugga. Ég fékk augnskugga, frekar ljótan. Sagðist vilja maskara og lét alla hárgreiðslustofuna snúast í kringum mig til að finna maskara. Ég eiginlega pínu naut þess að láta alla snúast í kringum mig að leita að þessum eina maskara. Þau sáu það langar leiðir hvað ég var orðin pirruð á þjónustunni þeirra og þau máttu alveg dansa aðeins í kringum mig. 

Klukkan 6 fórum við af stað. 8 stelpur í eins kjólum, rauðum skóm og með rautt blóm í hárinu. Keyrðum af stað í skreyttum bíl með slaufum og borðum. Á eftir brúðarmeyjarbílnum og á eftir okkur var pallbíll með lúðrasveit sem spilaði hátíðarmarsa. Við byrjuðum á að aka um aðalgötur bæjarinns en þaðan var ferðinni heitið í myndatöku. Við tókum dágóðan tíma í alls konar myndir af okkur þar sem við vorum raðaðar upp í alls konar litaraðir fyrir framan einhvern gosbrunn með brúðina í miðjunni. Allar héldum við á hvítum rósum og áttum ýmist að veifa þeim til hægri eða vinstri, fram eða aftur. Við vorum rétt hjá einhverju hóteli með fullt af túristum sem flykktust að að taka myndir. Nú held ég að svona 20 asíubúar eigi mynd af mér í glimmerkjólnum.


Þá var það partýið sjálft. Jeremías hvað það var stórt og íburðamikið. Við mættum að sjálfsögðu með stæl, dönsuðum okkur inná svæðið af mikilli innlifun. Þar á eftir komu brúðurinn og hjálparvinkona hennar. Á meðan stóðum við svo á sviðinu, dönsuðum eða dilluðum okkur útí horni í takt við tónlistina. Athöfnin/borðhaldið tók um 6-7 tíma. Eitthvað var um ræður en meira og minna gekk dagskráin útá það að hinir og þessir ættingjar brúðurinnar komu uppá svið og ættingjar mannsins komu svo dansandi inná sviðið til með efni eða teppi til að "klæða" fjölskylduna áður en dóttirin færi í burtu. Þegar búið var að breiða efnið yfir herðarnar á konunum var það okkar brúðarmeyjanna að sækja efnin og brjóta þau saman. Þetta gekk á vel og lengi, á einum tímapunkti stóðu allri í partýinu upp til að skála við okkur og bara alls konar fullt af skemmtilegu hopp og hí og trallalí. Ég borðaði geitainnyflasúpu (mjög vond en forrétturinn sem alltaf er boðið uppá í veislum) og svo aalls konar góðan mat. Kartöflur, geitakjöt, pulsur, ananas. Omminomm. Borðhaldinu lauk svo um kl. 2 um nóttina...

Bæti við myn við tækifæri...

Thursday, July 23, 2015

Hafmeyjudressið

Ég er að fara í send off partý á laugardaginn. Send off partý er boð sam haldið er til að senda brúðina til eiginmannsins. Brúðkaupið verður svo í ágúst. Miðað við lýsingar þá er þetta heljarinnar partý. Mama Rose hefur verið í undirbúningsnefnd. Síðustu vikur eru alltaf einhverjar konur í heimsókn á fundum til að gera og græja hitt og þetta. Mér skilst á þeim að þessi veisla sé ekki síður mikilvæg en brúðkaupið sjálft, í þessari veislu er meira af ættingjum brúðurinnar en í brúðkaupinu sjálfu verður meira af ættingjum brúðgumans. 

Ef þið leitið í fyrri bloggum, þá er ég nú þegar búin að taka þátt í pre engagement partýi og engagement partýi. Mér hefur þótt þessar veislur áhugaverðar og íburðamiklar en ekki sérstaklega skemmtilegar því jaaa… það tala allir bara swahili með smá kurteisistali við mig inná milli. Í seinna boðinu tók ég mig tak og dró eina frænkuna útá gólf að dansa við eitt eða tvö lög. Enn í dag þegar ég hitti ættingja er með heilsað sem hinn dansandi mzungu(hvíta stelpa). Hresst lið.

Þegar ég kom heim ígærkvöldi voru þrjár konur í heimsókn. Ég þekkti andlit tveggja, annars vegar hin tilvonandi brúður og hins vegar frænka í skipulagsnefndinni. Ég heilsaði gestunum og settist hjá þeim. Ég var ekki búin að sitja lengi þegar brúðurinn rétti mér kjól og sagði: Ég er búin að kaupa kjól handa þér fyrir send off partýið. Ég vil að þú verðir my maid. ??? Ha, hvað er það, ha ég í þennan kjól ??? 
Svo útskýrðu þær fyrir mér að ég verði ein af átta stelpum sem verða í eins kjólum og fylgja brúðurinni.
Ég tók kjólinn úr pokanum og virti hann fyrir mér. Hann er himinnblár með glimeri. Með hlýri öðru meginn. Skósíður. Þröngur niður að hnjám en þá verður hann víður með pífum og íburðamikill með klauf. Glæsilegur en minnti mig helst á hafmeyjubúning. Svo var mér tilkynnt um skipulag næstu daga: Í dag fer ég með mömmu Rósu að kaupa rauða háhæla, hlýralausan brjóstahaldara og svo til saumakonu að láta þrengja kjólinn minn svo hann verða alveg örugglega nógu þröngur. Á morgun verður dansæfing. Á laugardaginn verður dagskrá allan daginn: neglur, hárgreiðsla og örugglega make up líka. Eftir þónokkrar umræður um hvort ég þyrfti hárlengingu var ákveðið að það þyrfti ekki. 

Í gærkvöldi, þegar skipulagsnefndin var farin, brosti Mama Rose sínu breiðasta og sagðist vera búin að vita þetta alveg heil,heillengi, hún vildi bara ekki segja mér þetta fyrr því hún vildi að þetta yrði surprise. Mitt helsta hlutverk í boðinu verður því, að mér skilst, að dansa á eftir brúðinni þegar hún kemur inn í salinn, sitja við háborð í borðhaldinu og svo lofaði ég að brosa breitt og vera hress og skemmtileg allt kvöldið. Þetta verður eitthvað… ég er satt að segja mjög spennt en hef ekki hugmynd um hvað ég hef komið sjálfri mér útí…

                 
                                         Ég googlaði "send off Tanzania" og fékk þetta út...





Monday, July 20, 2015

Verslunarferð með eiginmanninum

Síðasta þriðjudag fór ég á Masaai markað. Hann Laisha, masaaiinn sem fór með okkur í þorpið sitt fór með okkur á markaðinn. 
Laura vinkona mín er mikil áhugamanneskja um markaði og útvegði okkur guide, hann Laisha til að koma með okkur á markaðinn.

Massai markaður er semsagt markaður þar sem aðallega fólk af masaai þjóðflokknum fer á, með alls konar varning sem hentar lífstíl þeirra.
Það var pínu flókið að komast þangað, alls tæplega þriggja tíma ferðalag í rútu og strætó. En við komumst þetta allt saman á endanum. Síðasta strætóferðin var frekar áhugaverð, því nær sem við komum markaðnum sáum við fólk vera að fara á eða af markaðnum. Allir fótgangand, með kýr í eftirdragi.

Á markaðnum fékkst ýmis masaaiavarningur:

Matur eins og hrísgrjón og grænmeti. Einnig fékkst kúafita í boxum. Ég var nú næstum búin að kaupa svoleiðis því mér finnst stundum vanta tólgarbragð í kleinurnar mínar… 

Shuka, sem er klæðnaðurinn sem masaaiar nota, köflótt efni í rauð- eða bláköflóttu sem  masaaiar binda utanum sig. Ég keypti mér svoleiðis til að taka með í teboð og lautarferðir heima, ætla m.a. að taka það með í pikknikk á lestarteinana á morgun :)

Perluskartgripir, sem masaaiar nota og ýmis konar matur líka. Masaaiunum fannst heilmikið til þess koma að hitta hvíta túrista (með veski) og hengdu á okkur alls kyns armbönd og ökklabönd til að selja okkur. Pínu yfirþyrmandi en ekta markaðsstemmning líka.

Masaaiasandalar. Masaaiar nota alveg fyndinn skóbúnað. Sandala búna til úr gömlum bíldekkjum. Ef þig vantaði sandala, þá stígur þú á dekkið og skósmiðurinn skar dekkið í mátulega stærð eftir fætinum. Síðan voru skornar gúmmíræmur úr dekjunum og festar á sólann til að búa til sandala. Orðið á götuni er á þá leið að engir skór endast eins vel og gúmmískórnir hjá masaaium.

Te. Masaaiar eru alltaf að borða einhver náttúrulyf. Hér í miðbænum í Moshi er fullt af masaaium með standa með alls konar heilsudufti frá hinum ýmsu jurtum. Á markaðnum var þónokkuð af slíkum duftsölum. Laisha ákvað að kaupa sér "te". Á tebásnum sem hann fór á voru fullir plastpokar af alls konar dufti, svona 50 plastpokar (innkaupapokar). Það sem tesalinn gerði þegar Laisha bað um te var að sækja sér enn einn innkaupapokann og setja eina lúku af hverri tegund ofaní. Eða baa einhvern slatta af alls konar jukki. Mjög ógirnilegt.

Kýr. Þegar við nálguðumst markaðinn í strætónum sáum við alltaf fleiri og fleiri massaia á leið á markaðinn með kýr í eftirdragi. Það ver til kaupa og sölu. Á markaðnum var risastórt svæði þar sem fólk var með kýrnar sínar til sölu. Við gengum um svæðið og ég þóttist ætla að versla mér kú. Flykktust að mér og buðu mér alls konar verð. Þegar mér fór að finnast það heldur fyndið fór ég að spyrja þá hvort ég gæti tekið þá með í strætó heim eða í flugvél. Hann hélt það sko aldeilis. Ekki málið. Við skemmtum okkur nú heilmikið við þessar ráðagerðir og reyndum líka að selja eina vinkonu okkar í hjónaband fyrir kýrnar.  Það fyndna var að masaaiarnir tóku svo alvarlega og voru alls ekkert á því að viði værum að grínast.


Ákaflega áhugaverð ferð og skemmtiegur dagur. Ýmislegt verslað. Jeremías hvernig ég á að koma því heim…. 

Sunday, July 12, 2015

Heimsóknarferð á spítalann og í háskólann.

Síðasta föstudag fóru ég, Laura og Emily (hinir sjálfboðaliðarnir á Gabriellas) í heimsóknarferð í KCMC. KCMC er aðal spítalinn hér í Moshi og í norður Tansaníu (sjá fyrra blogg). Við hliðina á honum er háskólinn í Moshi, sem einnig heitir KCMC. Antony, maður Brendu(yfirmanns Gabriellas) er kennari í skólanum og hann fór með okkur í skoðunarferð.

Við byrjuðum á að fara á spítalann, svo í háskólann. Við vorum kynntar fyrir fjöldanum öllum af fólki, iðjuþjálfurm og starfsfólki í endurhæfingunni á spítalanum, ýmsum kennurum, nemendum og yfirmönnum í háskólanum. Áhugaverður dagur. Mjög áhugaverður dagur. Ég mun stikla á stóru hér.

Við hittum alls konar mikilvægt fólk. Yfirmann iðjuþjálfadeildar háskólans, yfirmann tansaníska iðjuþjálfafélagsins og ýmsa fræga. Allir vildu gefa okkur netföng og símanúmar ef við hefðum einhverjar spurningar eftir heimsóknina. Annars. alls kyns áhugavert.

Eitt af þeim verkefnum sem eru öðruvísi á KCMC og heima er hvernig reynt að útvega fólki hjólastóla. Þegar það er gert er reynt að sérsmíða þá með innlendri framleiðslu, með eitt hjól framaná og tvö aftaná því hér eru malarvegir um allt og þröskuldar sem fólk þarf að komast yfir. Einnig þarf að finna styrktaraðila til að kaupa hjólastólinn (yfirleitt er leitað tiil kirkjunnar sem viðkomandi sækir eða neighbourhood-ið).

Á spítalanum var aðallega unnið með börn með CP og fullorðna með taugaskemmdir, ss. eftir heilaáfall eða slys. Mikilvægur hluti af endurhæfingunni er að kenna fjölskyldunni um fötlunina sem ættinginn er með og fara í heimsókn á heimilið hjá viðkomandi til að æfa hjólastólanotkun þar og ýmislegt fleira.

Eins og ég hef sagt áður eru fordómar fyrir einstaklingum með fötlun miklir hér. Þegar farið er í heimilisathuganir á Gabriella centre er mikilvægur hluti af heimsókninni að skoða hver viðhorf til fatlaða einstaklingsins er innan fjölskyldunnar og einnig innan samfélagsins. Ég spurði frekar útí þetta, þ.e. hvort fordómar væru gegn einstaklingum með fötlun og ef svo, hvernig væri unnið í þeim. Svarið fannst mér áhugavert og tvímælalaust það sem mér er efst í minni eftir daginn. En svarið var já, það eru fordómar gegn fötluðu fólki eru miklir og oft er þrautinni þyngra að finna uppá ættingjum eftir að það kemst í ljós að einstaklingurinn verður líklegast fatlaður ævilangt. Ef ættingjarnir finnast eru þeir líklegast ekki samvinnuþýðir.
Starfsfólkið á spítalanum var með ráð við því. Það sem þau gera er að hringja í kirkjuna sem viðkomandi sækir og biðja þau um að tala við fjölskylduna. Miðað við það sem iðjuþjálfinn sem kynnti okkur spítalann sagði okkur, þá verður fjölskyldan yfirleitt ljúf eins og lamb og afar samstarfsþýð eftir að kirkjan hefur talað við þau. Ég veit ekki hvort þau hringi í moskur líka en stundum hringja þau þó í bæjarstjórnina í þorpinu þeirra og biðja þau um að tala við fjölskyldu fatlaða einstaklingsins.
Í þessum heimilisathugunum er reynt að fá fulltrúa frá kirkjunni í nágrenninu eða bæjarstjórninni til að vera viðstödd. Það er gert til þess að auka samfélagsvitund á fötluninni, til að fá þorpið " í lið með sér". Það er einnig gert til að efla samfélagið (sveitarfélagið eða kirkjuna) til að safna pening fyrir hjólastól, hjólastólarömpum eða öðru sem gæti þurft.

Í háskólanum spjölluðum við við ýmislegt frægt fólk. Nemendur, kennara, deildarforseta, félagsformenn og bara nefndu það…
 Nemendurinir í iðjuþjálfuninni eru alls 19 og þeir voru að hafa áhyggjur af því að námið stæði ekki undir sér. Flestir nemendur eru á skólastyrk frá einkaspítölum og fara því að vinna á einkareknum spítölum að námi loknu. Í náminu er sérstaklega mikil áhersla lögð á börn. Ástæðan fyrir því er að það eru engan veginn nógu margar endurhæfingarstofnanir til að vinna með öllu því fólki sem þarf á að halda. Í langflestum tilfellum er forgangsraðað á þann hátt að börn gangi fyrir því þeirra er framtíðin. Mun minni áhersla er lögð á fullorðna. Þessu komst ég að þegar ég var hálf vonlaus í vinnunni eftir nokkrar vikur, fannst allir vita svo mikið um börn og barnaþroska en ég ekki neitt. 
Í heimsókninni hitti ég þó mann sem er að vinna að nýju verkefni. Að vinna með fólki með heilabilun. Mér skildist helst á honum að lítil sem engin þekking eða þjónusta á þessum málaflokki væri á svæðinu. Ég uppveðraðist öll og sagði þeim að þarna væri ég á heimavelli og ef það væri eitthvað sem ég gæti ráðlagt með, endilega hafa samband. Hann var líka spenntur og vildi endilega fá netfangið mitt :)

Mjög áhugaverður dagur og enn og aftur er ég endalaust þakklát fyrir tansaníska gestrisni sem ég fékk að upplifa í heimsókninni.

                                                              Háskólabyggingin í Moshi

Thursday, July 9, 2015

Jarðarför

Móðurbróðir mömmu Rósu, John Kisana var jarðaður í dag. Mama spurði mig í vikunni hvort ég hefði áhuga á að koma með í jarðarförina. Ég var tvístígandi, var ekki viss hvort mér þætti viðeigandi að koma með í jarðarför hjá manneskju sem ég þekkti ekki, bara til að sjá hvernig það er gert í Tansaníu. Fjölskyldan hvatti mig hins vegar til að oma með og þegar ég ræddi þetta í vinnunni vildu þau endilega gefa mér frí, fannst alveg frábært að ég ætlaði mér að verða alvöru Tansaníubúi og koma með í jarðarför. Það var líka tilfellið, jarðarförin var afar fjölmenn.  Allt nágrennið mætti og með mömmu Rósu komu tveir bílar af fólki (baba George, ég, mágkona mama Rose í hina áttina ofl). til að veita mama Rose styrk og samúð í jarðarförinni.

Jarðarförin var á heimili Johns sem var í um 40 mín keyrslu í burtu. Þar var búið að koma fyrir stólum og tjöldum í garðinum. Margir voru mættir og flestir voru klæddir kanga (afrískum efnissvuntum). Það fyrsta sem við gerðum var að fara inn í húsið. Þar var kistan og hún var opin. Það var gangvegur í kringum kistuna en svo var hringur af konum, öðru megin voru konurnar klæddar eins fjólubláum kjólum en hinu megin klæddar hvítum kjólum með fjólubláu skrauti. Þetta voru nánustu ættingjar (börn o.fl.).
        Þegar ég kom útúr húsinu fundum við okkur sæti. Þar sá ég að margar konur voru í sérstökum kjólum sem ég hafði ekki séð áður. Mér var sagt að nánir ættingjar klæddust þessum klæðum (t.d. systkinabörn o.fl.). Einnig voru margir klæddir bolum með mynd af hinum látna. Bolir sem voru útbúnir sérstaklega fyrir jarðarförina.
       Þegar athöfnin sjálf hófst var byrjað á því að loka kistunni og fara með hana útí garð þar sem athöfnin fór fram. Þá var jarðarförin, sem ég held að hafi verið nokkuð lík okkar. Ég skildi reyndar ekki hvað fór fram, eitthvað af athöfninni fór fram á Swahili en mest fór fram á Chagga tungumáli. Stundum sagði konan sem sat við hliðina á mér hvað var verið að tala um og mér skildist það vera í grófum dráttum sambland af minnigarorðum um hinn látna, guðs orði og tónlist. Reyndar enginn söngur. Athöfnin var löng, rúmir 3 tímar en mér var svo sagt að þetta hafi verið löng athöfn og fólk hafi kvartað undan því hvað presturinn hafi verið langorður.
       Í miðri athöfninni var kistan grafin. Hún var grafin fyrir framan heimilið, við hliðina á annarri gröf sem var þar fyrir. Þar var bæði farið með guðs orð og spiluð tónlist. Það sem vakti þó athygli mína var að það var gengið alveg frá gröfinni. Ættingjar fylltu gröfina, krossinn var tilbúinn og meira að segja var smíðaður rammi og þar var tilbúin steypa til að steypa fyrir ofan gröfina. Tónlist spiluð á meðan, um klukkutíma verk. Að því loknu gengu allir að leiðinu og lögðu á það rósir og fóru svo aftur í upphaflegu sætin sín því athöfnin hélt áfram.
       Að athöfninni lokinni var matur fyrir alla. Síðan var ferðinni heitið heim. 
       Athöfnin var öll tekin upp á myndband. Mér var sagt að það væri alltaf gert. Hér eru öll brúðkaup tekin upp og horft á þau aftur og aftur. Ég velti fyrir mér hvort það sé gert við jarðarfarir líka. Ég fann mig þó ekki í að taka myndir í athöfninni.

Það er margt sem ég velti fyrir mér eftir jarðarförina. Nánustu ættingjarnir, konurnar í hvítu og fjólubláu kjólunum grétu hástöfum á vissum tímapunktum í athöfninni. Aðallega þegar kistunni var lokað og hún borin út í garð fyrir athöfnina en einnig þegar kistan var borin til grafar. Mér fannst svo skrýtið að heyra einhvern gráta svona hátt. Ég held ég hafi aldrei heyrt neinn gráta svona hátt, bara séð það í sjónvarpinu. Mér fannst líka svo skrýtið hvað mér fannst einhvern veginn bara kveikt á on/off takka þegar kistunni var lyft upp og þær fóru að gráta. Ég fór líka að pæla- er grátur menningartengdur? Ég held að ég myndi aldrei þora að gráta svona hástöfum. Það eru allavega ekki mín náttúrulegu viðbrögð.
       Annað sem ég velti fyrir mér var klæðnaðurinn. Nánustu ættingjarnir voru allir í eins fötum og nánu ættingjarnir í eins fötum. Þessi klæði voru að mé skildist, sérstaklega keypt fyrir jarðarförina. Af hverju að forgangsraða peningunum sínum í sérstök klæði fyrir þessa einu athöfn þegar fólk virkilega hugsar tvisvar um hverja krónu sem það eyðir. 


Athöfnin var falleg og af þessari reynslu að dæma finnst mér tansaníubúar kveðja á virðulegan hátt.

Sunday, July 5, 2015

Ramadan

Eftir smá skriftapásu er ég "back on track" Held að andinn sé að koma yfir mig aftur. Mun halda áfram að segja sögur af lífinu mínu hérna. Mér finnst internetið heima hjá mér verða verra og verra, er eiginlega búin að gefast upp á að nota það og finnst miklu leiðinlegra að skrifa blogg sem ég get ekki sett beint inn. En jæja, ég reyni áfram.
Nú er ég farin að taka eftir því að ég er orðin ónæmari fyrir mörgu hérna, eða farið að finnast ótrúlegustu hlutir venjulegir. Fyrst núna, eftir fjóra mánuði. En það er alls konar nýtt ennþá samt. Pott þétt nóg af alls konar til að blogga um.

Nú er Ramadan í gangi. Mér finnst ég hafa heyrt einhvers staðar að hér í Moshi væru trúarhlutföllin tæplega 60% kristnir og 40% múslimar, svo einhver fleiri trúarbrögð. Það er eitthvað af veitingastöðum lokaðir núna og einhverjir götusalar eru með lokað líka. Á sumum svæðum í Tansaníu hef ég heyrt að það sé varla hægt að fá mat frá sólarupprás til sólarlags þennan mánuð en þannig er það sem betur fer ekki hér.

Eitt sjálfboðahúsið er niðri í bæ, mitt á milli tveggja moska. Eftir lýsingum krakkanna sem búa þar heyrist söngur og trúarköll næstum allan daginn úr báðum moskunum. Þau byrjuðu að telja niður til loka Ramadan strax fyrsta daginn.


Það skemmtilega við Ramadhan er hins vegar það að þá er matarmarkaður á hverju kvöldi. Um hálftíma fyrir myrkur fyllist aðal matarmarkaður bæarinns (þar sem aðallega fæst mais, grænmeti, ávextir og baunir) af fólki með alls konar góðgæti eins og brauð, grillað kjöt, ávaxtadjús, mandazi og sambusa (tansanískar útgáfur af kleinum og vorrúllum), kleinuhringjum og bara alls konar. Eftir að fólk klárar sólsetursbænir fer það út á markaðinn og oftar en ekki borðar það saman þar. Ég er búin að fara einu sinni á markaðinn og keypti mér alls konar fínerí. Hrísgrjónabrauð, steiktar kartöflur, sætabrauð. Ljómandi gott alveg. Það var samt næstum allt á markaðnum djúpsteikt svo ég veit ekki hvort ég gæti borðað þetta á hverju kvöldi í heilan mánuð eins og Tansaníubúi. En ef ég væri ekki búin að borða í rúma tólf tíma þá kannski myndi það virka.

Thursday, June 18, 2015

17. júní

Nýji uppáhalds staðurinn minn í Moshi eru lestarteinarnir. Það er lestarstöð og lestarteinar í gegnum bæinn en hér ganga þó engar lestar. Lestarteinarnir eru einfaldlega autt svæði í miðjum bænum. Það er nú allt orðið grasi gróið og engan veginn fært fyrir lestar að komast yfir teinana lengur. Við gömlu lestarteinana er bar. Nýjasta nýtt hjá okkur er nú að setjast í grasið með varning af barnum. Við fáum alltaf einhvern félagsskap af fólki sem labbar framhjá auk þess sem tveir flækingshundar mæta alltaf í samkvæmið. Oftar en ekki rekur einhver geitahjörðina sína framhjá og toppurinn yfir i-ið eru svo heiðskýrir dagar, því þá blasir mount Kilimanjaro beint við.


Um daginn var ákveðið að gera enn meira úr járnbrautarhittingnum. Ákveðið var að halda pikknikk. Við mættum með kanga-rnar okkar (afrísku efnis-svunturnar okkar, nauðsyn hvers afríkubúa) breiddum úr þeim, settumst í hring og gæddum okkur á alls kyns fíneríi. Sumir höfðu eldað, aðrir bakað og enn aðrir fjárfest í kökum eða ávöxtum. Kili var ekki í spariskapi þann daginn en það skipti minnstu í svona góðra vina hópi. Að sjálfsögðu fengum við auka félagsskap hundanna tveggja, geitahjarðar og nokkurra barna úr nágrenninu. Ótrúlega notalegur eftirmiðdagur.

Í gær, 17. júní ákvað ég að halda uppá daginn á þessum nýja uppáhalds stað. Ég bjó til kleinur og dró fram harðfiskinn sem mér var sendur um daginn. Tanja og Max komu svo með mér niður að lestarteinum þar sem við nutum eftirmiðdagssólarinnar, ég reyndi að rifja upp það sem ég mundi um sjálfstæði íslendinga og söng þjóðsönginn fyrir þau. Ég dásamaði landið mitt hægri vinstri og þau eru meira að segja orðin funheit fyrir að koma í heimsókn. Jebbs, það má á 17. júní vera ekta Íslendingur með föðurlandsdásemdir á háu stigi.  Til hamingju með gærdaginn.

Zanzibar 3

Við hittum ótrúlega mikið af skemmtilegu fólki í ferðinni. Fyrst og fremst var hún Anna bara besti hugsanlegi ferðafélaginn. 

Annan daginn okkar fórum við í kryddferðina. Í ferðinni hittum við Júlíu, þýska stelpu sem var ein á ferðalagi. Hún var með svipuð ferðaplön og við svo hún slóst í hópinn og við gistum á sama hosteli og ferðuðumst saman næstu daga.

Við fórum í kvöldsiglingu og hittum japana sem hafði búið í Tansaníu í tvö ár. Við töluðum meiri swahili við hann en ensku. Það voru skemmtilegar kringumstæður, að tala swahili við japana. Í siglingunni var líka enskur strákur, einn á ferð, sem var hress og skemmtilegur. 

Við hittum fullt af beach boys á ströndinni og þar sem við vorum að ferðast á low season voru fáir túristar og þeir reyndu alveg hægri vinstri að selja okkur ferðir og skartgripi, já eða bara höfðu gaman af að spjalla við okkur. Oft fannst mér þetta reyndar pirrandi því mig langaði að lesa bókina mína eða dorma í sólinni og hlusta á sjávarniðinn. Hins vegar æfðist ég heilmikið í swahili á þessum samræðum. 

Við hittum bandarískan strák. Hann sat einn að drekka bjór á borðinu við hliðina á okkur eitt kvöldið og þegar hann heyrði samræðurnar okkar kom hann yfir, kynnti sig, sagðist vera að ferðast einn og hafa fundist samræðurnar okkar áhugaverðar. Seinna um kvöldið sagði hann okkur að hann ætti afmæli, splæsti á línuna og sagðist hafi langað að gera eitthvað skemmtilegt á afmælisdaginn sinn. Þetta var líka hress og skemmtilegur strákur og váts hvað mér fannst hann mikill töffari að þora þessu.

Ég hitti hana Grétu, vinkonu Lillýar og fimm aðra Íslendinga. Það var mjög gaman að geta talað íslensku eitt kvöld.

Á hostelinu okkar snæddum við morgunverð með ísraelskri stelpu sem bjó í Suður Afríku og búin að ferðast um alla álfuna. Við sama málsverð ræddum við við palestínska stelpu sem vann á vegum alþjóða rauða krossins í Jemen. Þær höfðu heldur betur frá mörgu að segja.


Svo var eyjan svo lítil að við hittum sama fólkið aftur og aftur og aftur. Fólkið úr flugvélinni, fólkið úr snorklferðinni eða bara hvað það var sem við gerðum. Það var voða gaman.

Zanzibar 2

Zanzibar er eyja rétt fyrir utan Tansaníu, tekur 1-2 tíma í ferju frá næstu höfn en við flugum. Anna, vinkona mín var búin að ákveða að fara þangað og ég ákvað að skella mér með. Þetta er einn aðal ferðamannastaðurinn hér. 
Zanzibar er afar áhugaverð eyja. Hún var hluti af Oman fyrir einhverjum öldum síðan sem varð til þess að enn í dag er arabískt yfirbragð yfir öllu. Íbúarnir þar eru múslímar og miðbærinn í borginni á eyjunni eru steinhús og þröngar görtur þar á milli. Konur ganga um með blæju eða búrku, meira að segja pínulitlar stelpur og margir karlar voru með arabahatta. Þar fer aldeilis ekki á milli mála hvenær kallað er til mosku og fólk streymir að. Eyjan var líka mikilvæg miðstöð verslunar með krydd og þræla um langt skeið. 

Í ferðinni gerðum við alls konar skemmtilegt. Ekki nóg með að eyjan hafi spennandi mannlíf, þá eru líka fallegar sandstrendur allan hringinn. Við gerðum alls konar skemmtilegt í ferðinni:

  • Við fórum í kryddferð. Þá fórum við í kryddskóg og okkur sýnd kaniltré, túrmerikplanta, vanilluplanta, múskat og bara alls konar. Mjög áhugavert að kynnast því að krydd sé meira en duft í stauk.
  • Við fórum að snorkla. Það kom hellidemba á leiðinni, ferðin varð tveimur tímum lengri því það var svo vont í sjóinn og við vorum lengur á leiðinni að kóralrifinu. Snorklið var flott. Það urðu samt meira og minna allir sjóveikir og ég varð fegnust þegar ég kom í land.
  • Við syntum með höfrungum.  Við ferðuðumst um á mótorbát, útbúin böðkum og snorklgleruagum, ferðuðumst um á mótorbát og þegar við vorum nálægt höfrungunum var kallað jump,jump! Við stukkum ofaní og  syntum um með þeim, fórum svo aftur upp í bátinn og eltum þá uppi.Stundum leið mér eins og þeir væru komnir svo nálægt að mér fannst það hálf óþægilegt. Svakalegt.
  • Við leigðum okkur hjól. Vörðum heilum degi í hjólaferð milli mangó- og bananatrjáa, skoðuðum risastóran helli og gamlar rústir.
  • Við fórum útí eyju með risastórum skjaldbökum Skjaldbökurnar vöppuðu um allt og voru meira en til í að hitta okkur. Við fengum að klappa þeim, klóra þeim á hnakkanum og þeim fannst það ekkert leiðinlegt.
  • Við borðuðum endalaust mikið af góðum sjávarréttum. Omminomminomm! Humar, alls konar fiskur og fínerí. Nokkra daga hlé frá maísgraut og baunasósu var orðið kærkomið.



Svo, Zanzibar er algjörlega málið, Ofboðslega margt skemmtilegt í boði.

Morgnarnir byrjuðu á morgunverð á ströndinni...

Sunday, June 14, 2015

Zanzibar

Af mér er allt gott að frétta. Það er bara góðs viti að ég hafi ekki bloggað leeengi lengi. Ég fór nefnilega í ferðalag til Zanzibar. Zanzibar er eyja sem hluti af Tansaníu. Það þyrmir pínu yfir mig við tilhugsunina um að blogga. Ég hef frá allt of mörgu að segja. Ég fór með Önnu, bandarískri vinkonu minni og ferðin var hreint og beint yndisleg. Við vorum þar í 10 daga og ég kom heim síðasta sunnudag. 
Síðan þá hefur margt verið í gangi. Farangurinn minn var gjörsamlega allur í sandi svo ég hef tekið vikuna í að þvo dótið mitt og fötin. Ég er búin að vera nógu lengi í afríku núna til að vera búin að læra að taka mér góðan tíma í alla hluti svo ég hef látið eitt verkefnið taka við af öðru í rólegheitum þessa vikuna. 

En ég er semsagt enn hér, heil á húfi og brosandi ánægð. Ég hef ekki þurft að vera einmana því ég hef haft "félagsskap" hringorms sem situr sem fastast á rassinum á mér en hann á nú samt að fara á nokkrum vikum ef ég er dugleg að bera krem á hann.


Ég var ekki alveg á því að nenna aftur í hversdagslífið þegar ég kom aftur en þegar ég mætti á svæðið var það svo yndislegt. Fjölskyldan mín tók á móti mér faðmandi og brosandi. Það var líka svogaman að koma aftur í vinnuna því það var búið að halda svo vel áfram með verkefnin sem ég er hluti af að ég trúði varla mínum eigin augum hvað hlutirnir virkuðu vel. Ég er búin að vera alveg full af eldmóði þessa vikuna og oft vera fram eftir að vinna að hinu og þessu. Ég mun svo bæta við ferðabloggum á næstunni, markmiðið um 10 blogg á mánuði skal standa. Þau gætu komið mörg í einum rykk því netið er bara ekki að gera sig hérna… EN ég hef enn 17 daga…
Hér erum við vinkonurnar í kryddferð, nánari útlistingar í næsta bloggi

Sunday, May 24, 2015

Spítali í þróunarlandi

Pabbinn hér á heimilinu þurfti að fara á spítala. Ég kom því inná tansanískt sjúkrahús i vikunni og ég verð að segja að það var upplifun, sorgleg upplifun fannst mér.

Hér í Moshi er aðal spítalinn fyrir norður Tansaníu. Þar eru um 450 rúm og spítalinn þjónustar svæði sem um 11 milljónir manns lifa á. Pabbinn hefur verið þar í nokkra daga í rannsóknum og heimilislífið hefur snúist um heimsóknartíma sjúkrahússins síðan. Mama Rose hefur ekki farið í vinnuna síðan hann var lagður inn. Það er meira en að segja það að eiga ættingja á sjúkrahúsi. Hún fer til hans þrisvar á dag með mat og þarf að passa að mæta á heimsóknartímunum. Í heimsóknartímunum þarf hún líka oft að ná á lækninn til þess að hann gefi henni lyfseðil, svo þarf hún að fara sjálf og kaupa lyfin. Þetta tekur allt saman ógnartíma. Fjölskyldan mín er samt heppin að búa hér í bænum og eiga bíl til að geta farið með það sem hann vantar.
Mama Rose leggur einnig mikið uppúr því að Baba George sé heimsóttur. Ég hef farið tvisvar með fjölskyldunni í heimsókn. Það hefur verið upplifun. Lyktin á sjúkrahúsinu var skrýtin og það fyrsta sem ég tók eftir var hvað spítalinn er pínulítill, minni en borgarspítalinn. Inná stofunni sem Baba George lá voru 9 aðrir karlar. Rúmin lágu hlið við hlið með eitt náttborð á milli. Þar var fólk með alls konar mat og tebrúsann sinn. Það voru allir með teppi en fæstir með lak. Kodda þurfti fólk að útvega sjálft. Á heimsóknartímanum var margt um manninn inni á stofunni. Á leiðinni upp á stofuna greip ég um handriðið á stiganum en mamaRose stoppaði mig strax af. Sagði það ekki vera hreint og ég gæti smitast. Hún sagði líka að hann gæti fengið mat á sjúkrahúsinu en hún treysti ekki matnum. Þegar við komum heim voru allir sendir beinustu leið að vaskinum að þvo á okkur hendurnar. MamaRose er ekki paranoiuð kona. Ég veit ekki hvað af þessari hreinlætishræðslu hennar hefur við rök að styðjast en engu að síður finnst mér viðhorf hennar segja mér hvaða traust hún beri til spítalans.  Í heimsóknunum hef ég séð sárafáa lækna og hjúkrunarfræðinga. Hlutföllin af starfsfólki og sjúklingum var bara gjörsamlega allt annað en heima.


Mér leið hálf óþægilega þarna inni. Ég fann fyrir vonleysi. Ef það kemur eitthvað fyrir Tansaníubúa, eitthvað alvarlegt, þá er þessi staður fólks eina von. Ég var óendanlega fegin fyrir sjúkratrygginguna mína þetta kvöld og sá nú ástæðuna fyrir því að ég var skyldug til að kaupa tryggingu sem inniheldur sjúkraflug beint heim ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir. Síðan ég byrjaði að vinna á endurhæfingarmiðstöðinni hef ég heyrt fullt af átakanlegum sögum en ég var viðbúin því og held ég sé með smá brynju á mér gagnvart þeim. Á þessari stundu fannst mér samt heimurinn hins vegar ósanngjarn. Að fjölskyldan sem ég bý hjá, þessi yndislega fjölskylda (og líka allt það frábæra fólk sem ég hef kynnst hér) eigi ekki kost á betri læknisþjónustu bara af því að þau eru fædd á öðrum stað á jörðinni en ég.

Sunday, May 17, 2015

Sunnudagar eru kirkjudagar

Tansanía hefur verið þekkt fyrir það að hér búi fólk af margs konar trúarbrögðum sem lifir í sátt og samlyndi við hvort annað. Kristnir, múslimar, hindúar og ýmis önnur trúarbrögð eins og andatrú o.fl. Helmingur íbúanna eru kristnir, sem skiptist í rómverk-kaþólska og lútherska. Fjölskyldan sem ég bý hjá er Lútherk kristin en húshjálpin er múslimi. Á sunnudögum eru guðþjónustur í gangi allan morguninn, byrja eldsnemma á sunnudagsmorgnum go svo eru alltaf nýjar og nýjar þjónustur á uþb. 1 1/2 tíma fresti (ein tekur við af annarri). Mamma Rose fer yfirleitt í margar messur og er í kirkjunni hálfan daginn en pabbinn og sonurinn láta eina athöfn duga.

Sunnudagar eru kirkjudagar, það fer ekki á milli mála. Við Tanja og Max ákváðum að fara saman í einn sunnudaginn. Þau eru kaþólsk svo við ákváðum að fara í kaþólska messu. Þegar ég vaknaði fór það ekki á milli mála að í dag væri sunnudagur. Sam var að strauja skyrtuna sína, mamma Rósa fór í hárgreiðslu kvöldið áður og var komin í kjól. Það var mun minna af fólki á götum úti en á öðrum dögum og þeir sem voru á ferli voru allir uppáklæddir. Það sást langar leiðir hvar væru kirkjur því þangað streymdi fólkið, hver í sína kirkju.

Ég kom svo í kirkjuna sem við ætluðum að hittast í. Þar var margt um manninn. Allir í sínu fínasta pússi og ég líka. Ég hafði aldrei farið í kaþólska messu áður og allt sem mér fannst nýtt og skrýtið eins og að vera alltaf að krjúpa, (það voru spes krjúpubekkir) og svo hafði presturinn alveg fullt af aðstoðarmönnum til að rétta sér hitt og þetta, halda á sálmabokinni o.fl. Það voru allt börn í einhvers konar kuflum/búningum. Tanja og Max sögðu samt að það væri bara alveg eins í Þýskalandi.


Áhugavert að kynnast þessu en 1 1/2 tími af swahili sem ég skildi ekki neitt var dálítið leiðigjarnt. Held ég haldi mig bara við mínar eigin íslensku bænir þó það hafi verið gaman að prufa.

Friday, May 15, 2015

Trúlofunarboð

Ég fór í brúðkaups fyrirpartý síðasta sunnudag, eða túlofunarboð. Brúðkaupin hér eru nú meira vesenið.

Fjölskyldan mín er skyld brúðurinni. 
Fyrstu helgina sem ég var hér fór ég í boð þar sem verið var að "samþykkja trúlofunina". Það var um 50 manna boð sem haldið var í móðurfjölskyldunni, af því að það á alltaf að vera í móðurfjölskyldunni, svo koma nokkrir fulltrúar úr föðurfjölskyldunni til að samþykkja. Leigð voru partýtjöld, fengin veisluþjónusta og svo var borið í fólk mat og drykk svo veglega að venjulegt íslenskt brúðkaup eru smáveislur í samanburði. Þetta boð stóð yfir í um 7 tíma.
Um síðustu helgi var trúlofunarboð. Það var haldið á sama stað en nú þurfti helmingi fleiri veislutjöld fyri gesti. Nú var helmingi fleira fólki boðið og aftur var borið í fólk mat og drykk eins og það gat í sig látið, en nú var einnig boðið upp á kvöldmat um kvöldið. Boðið byrjaði á um 90 mínútna guðsþjónustu og veislan stóð yfir í alls níu tíma.
Í lok júlí verður Send Off veisla. Þá er verið að senda brúðurina formlega til mannsins.  Það er víst enn stærri veisla sem þarf að halda í sal í næsta bæ til að koma öllum fyrir.
Allar ofangreindar veislur eru haldnar útí sveit hér rétt hjá Moshi þó hjónaleysurnar búi í borg sem er í um tíu klst. fjarlægð, af því að það er þannig.
Að lokum er það brúðkaupið, sem er víst enn stærri veisla. Hún verður haldin á eyju útá Viktoríuvatni. Ég hef horft á brúðkaup úr fjölskyldunni á DVD disk og heyrt sögur frá fólki sem hefur farið í tansanísk brúðkaup. Brúðkaupsdagurinn er þaulskipulagður frá A til Ö. Hvenær á að kyssast, hvenær á að borða forrréttinn, hvenær á að borða aðalréttinn, hvenær á að dansa, hver heldur ræður. Ég hef aðeins spurt mama Rose útí þetta og sagt að mér finnist þetta allt of mikið vesen. Hún hristir bara hausinn yfir þessum staðhæfingum mínum, ég fæ alltaf sama svarið: Because it is the tradition. 


Ég hitti hina verðandi brúður aðeins daginn áður. Hún er 26 ára. Ég sagði henni að þetta væri mjög frábrugðið því sem ég ætti að venjast. Hún sagðist eiga þónokkuð af vinum frá Evrópu og hafa heyrt hvernig brúðkaup fara fram þar. Hún hlakkaði til morgundagsins en henni fannst þetta alltof mikil fyrihöfn og alveg ofboðslega dýrt. Engu að síður var þetta flott veisla þar sem fólk var glatt á hjalla, spjallaði, dansaði og söng en ég get svo svarið það, ef ég gifti mig einhvern tíma mun ég ekki halda Tansanískt brúðkaup. 

Gotta love it

Þetta blogg var skrifað í vonleysiskasti síðasta þriðjudag. Ég hef ekki komist á netið síðustu daga svo bloggið verður opinberað núna:

Ef það er eitthvað sem á að taka með sér til Tansaníu þá er það þolinmæði og æðruleysi.

Ég er nýkomin heim úr vinnunni. Þremur og hálfum tíma eftir að ég lagði af stað heim. Ég var á hjóli í fyrsta skiptið og ætlaði að hjóla heim. Keðjan datt af. Ég lagaði það. Keðjan datt aftur af 5 mín seinna. Ég fékk áhorfendahóp af fimm pirrandi krökkum að suða um pening meðan ég lagaði keðjuna. Keðjan datt aftur af og þá var mér bent á að kíkja til einhvers bifvélavirkja rétt hjá. Hann tók fram töngina sína, bisaðist heillengi við verkið. Hjólið varð skárra en hann sagði mér að láta kíkja aftur á það þegar ég rækist á einhvern hjólaviðgerðarmann. Ég hjólaði ofur varlega af stað. Í þetta skiptið lifði keðjan í um 10 mínútur. Ég lagaði keðjuna. Hún datt af. Ég ákvað að reiða hjólið. Ég var stödd langt frá bænum og engir viðgerðarmenn væntanlegir í bráð. 
Eftir dágóða stund hjólaði maður framhjá mér. Hann stoppaði hjólið sitt og vildi fá að aðstoða mig. Maðurinn, sem heitir Laurenz var með alls konar verkfæri hengd á hjólið sitt og hann sagðist alltaf vera með þau á sér ef hjólið bilaði á leiðinni. Bara basic. Hann byrjaði að laga. Komst svo að því að það var annað sem var að sem hann gat ekki lagað. Ég sagði Laurenz hvar ég ætti heima. Það var enn heillangt þangað. Hann vildi fara með mig til viðgerðarmanns. Ég var mjög þakklát fyrir það en sagðist þó alveg geta fundið viðgerðarmann sjálf ef hann vildi komast heim. Við löbbuðum af stað og hann lagði sig fram við að kenna mér meiri Swahili á leiðinni. Ég skildi ekkert hvað hann var að kenna mér. Ég misskildi líka hvar viðgerðarmaðurinn var staðsettur svo ég elti hann bara einhverja ranghala. Við komum að horninu þar sem viðgerðarmaðurinn átti aðsetur. Hann var ekki á svæðinu. Ég leit upp og þekkti hvar ég var. Ég var ekki þar sem ég hélt ég væri heldur svona hálftíma labb þaðan. Frábært.
Laurenz trúði því alls ekki að ég rataði heim frá þessum forláta stað svo hann rölti með mér. Þetta var alveg ofur yndæll maður en núna var ég engan vegin í skapi fyrir kurteisital og málfræðiútskýringar á swahili sem ég skildi ekkert í. 
Eftir um hálftíma göngu skildust leiðir og hann hjólaði til síns heima. Ég labbaði heim með hjólið, sem tók klukkutíma í viðbót.


Ég er að hugsa um að hita te og bjóða Pollýönnu til mín í kvöld. 

Sunday, May 10, 2015

Kleinugerð

Hér notar enginn venjulegar eldavélar. Rafmagnið er of dýrt til þess. Margir eru með gaseldavélar en vinsælast er að vera með kolaeldavélar. Þar af leiðandi eru kökur og brauð ekki algengur matur hér. Fólk steikir eða sýður matinn. Algengasta sætabrauðið hér heitir mandasi og minnir mig mjög á kleinur en er þó bragðdaufara. Þegar ég nefndi það við mömmu Rose að þetta minnti mig á íslenskar kleinur var hún mjög áhugasöm um að prufa þær. Í síðustu viku lærði ég að bara tansanískt chapati (pönnukökubrauð), nú var komið að mér að kenna henni. Ég var nokkuð viss um að geta fengið kardimommukrydd einhversstaðar og vissi að það væri hægt að kaupa bæði lyftiduft og súrmjólk í supermarkaðnum í bænum svo kleinur hlytu að vera raunhæfur möguleiki.

Ég var nú samt pínu með í maganum yfir þessar uppátektarsemi. Ég veit ekki hversu oft ég hef gert kleinur með mömmu og pabba en verkaskiptingin er alltaf sú sama: mamma býr til deigið og sker kleinur, ég flet út og sný, pabbi steikir. Svo ég virkilega kann bara einn hluta kleinugerðarinnar. En jæja, ég hlaut að geta reddað þessu, eftir að hafa séð þetta gert svona oft. Mamma sendi mér uppáhalds uppskriftina sína og góðar ráðleggingar. 

Fyrst var að fara í búðina. Með aðstoð mömmu Rósu fór ég með innkaupalista í súpermarkaðinn sem á stóð: lasiki, mafuta, mayei, baking powder. Lyftiduft reyndist vera flóknara mál en í matvörubúð númer þrjú fannst það. Þegar ég kom heim komst ég að því að ég hafði keypt maísmjöl en ekki hveiti en ég reddaði því 10 mínútum fyrir lokun.

Þá hófst kleinugerðin. Í uppskriftinni minni var allt mælt í grömmum en það eina sem ég hafði til að mæla magn var bolli, teskeið og matskeið. Mamma Rose hafði nokkuð næmt auga fyrir því hvernig við gátum slumpað á það allt saman. Ég vissi vel hvernig áferðin á deiginu átti að vera og nú kom sér líka mjög vel hvað mér finnst kleinudeig gott á bragðið- svo ég gat smakkað það til þar til ég var ánægð með útkomuna.

Mömmu Rósu fannst gaman að fylgjast með deiggerðinni en fannst þetta bara alveg eins og mandazi. Ég hef aldrei smakkað mandazi með kardimommubragði en það er víst til líka. En þá kom að því að skera kleinurnar. Já, þetta var alveg eins og mandazi sagði mama rosa (mandazi er tígullaga) en þegar ég setti gat í miðjuna og fór svo að snúa þeim varð hún aldeilis áhugasöm. Hún alveg uppveðraðist og fannst þetta ofboðslega skemmtilegt útlit. Ég sagði henni að prufa að snúa. Hún prufaði nokkrar en fannst sínar kleinur sko ekki verða jafn fallegar og mínar og gat ómögulega "eyðilagt" íslensku mandazi-in mín. Mér fannst það frekar krúttlegt.


Næst steiktum við kleinurnar og næstum frumraun mín í kleinusteikingum gekk bara ljómandi vel. Kleinurnar heppnuðust því bara yfir höfuð ljómandi vel og eru mera að segja búnar núna. Mér finnst pínu fyndið að hafa þurft að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að læra að búa til kleinur en það tókst. Sem betur fer voru þó nokkur atriði sem ég þarf að betrumbæta, svo ég hef þá bara ástæðu til að baka þær aftur sem mér finnst alls ekki leiðinlegt. Stefni allavega harðlega að því að bjóða uppá kleinur á 17. júní.


Sunday, May 3, 2015

Eiginmaðurinn fundinn


Þá er þessi áhugaverða masaaia helgi að lokum komin. Þetta hófst allt saman hér í Moshi þar sem við byrjuðum á að hitta Laisha, guidinn okkar. Hann er masaai og mætti að sjálfsögðu dressaður upp fyrir ferðina. Við vorum á leið í þorpið sem fjölskyldan hans býr í og þetta var í þriðja skiptið sem hann fór með túrista í þorpið sitt svo þetta var meira að segja nýtt og spennandi fyrir þau líka sem guidinn og þorpsbúar virkilega sýndu með vingjarnlegheitum og gestrisni. 

Við byrjuðum á að taka rútu í næstu borg. Næsta rúta fór í lítinn bæ rétt við þjóðgarðana, fylgdumst m.a. sebrahestum og úlföldum á leiðinni. Alls 5 tíma ferðalag. Frá litla bænum tókum við svo tuctuc leigubíl (þriggja hjóla mótorhjólavagn) í þorpið hans. Notabene þá voru ekki bílahæfir vegir þangað og útsýnið samanstóð af stráhúsum, trjám og breiðum, geitahjörðum og maasai fólki í litríkum frumbyggjaklæðum.

Þegar við komum í þorpið tók myndarlegur hópur fólks á móti okkur. Þau voru öll klædd rauð- og bláklæddum teppum. Konurnar voru með svakalega mikið af skartgripum á sér. Hálsfestarnar voru svakalegar perlufestar sem náðu niður fyrir hné. Eyrnalokkarnir voru svakalegir og svo þungir að þær voru með risa göt í eyrnasneplunum, auðveldlega hægt að toða tveimur puttum í gegnum gatið. Þetta þykir voða fínt og þegar ég spurði hvort þær klæddost þessu sérstaklega í dag fyrir okkur þá sögðu þær ekki svo vera. Þetta væri hversdagsdressið en svo ættu þær líka spariskartgripi.

Í þorpinu bjuggu svona 10-15 manns. Þetta er þorp í minna lagi. Það samanstóð af móður Laisha, mágkonu hans og barninu hennar, þremur öðrum konum og svo svona 8 mönnum sem allir voru warriors (stríðsmenn. Drengir eru stríðsmenn frá uþb 15-30 ára aldri og eftir það mega þeir giftast). Einnig var í þorpinu geitahjörð, kúahjörð, uþb. 5 asnar og einn hundur. Ég er ekki alveg viss um að ég sé að fara með rétt mál. Ég reyndi að fá betri útskýringar á fjölskyldumynstrinu en tungumálaörðugleikar voru nokkrir. Faðir Laisha bjó ekki í þorpinu. Hann á fjórar konur sem allar búa í sitthvoru þorpinu og hann ferðast á milli. Laisha sagði að pabbi hans væri 115 ára. (Laisha er tæplega þrítugur) Þegar við spurðum hann hvenær pabbi hans væri fæddur hafði hann ekki hugmynd um það…

Við fengum mótttökuathöfn með masaaia dansi. Hann er mjög fyndinn. Þeir sungu lag með alls konar fyndnum hálfgerðum hátíðnihljóðum og hoppuðu upp í loftið með miklum tilþrifum. Við stelpurnar fengum alls konar perlufestar og perlukraga um hálsinn. Við áttum svo að hoppa um og hrista brjóstin í leiðinni til að það myndi heyrast meira í perlufestunum.

Næst var geitinni slátrað. Sem betur fer sáu masaaiarrnir um slátrun og verkun. Næst var kveiktur eldur, kjötbitarnir (lærin, síðan, hryggurinn og lifrin) settir á á prik og eldaðir. Þetta var alveg svakalega bragðgott kjöt! Masaaiarnir útbjuggu að vísu súpu úr innyflunum en ég var ekkert að hafa mig frammi í að borða það.

Þá var farið að rökkva og komið að háttatíma. Við sváfum í sama húsi og fjölskyldan en vorum með vegg á milli. Dýnurnar okkar voru tveir skrokkar af kálfskinni en við vorum beðin um að koma með teppi sjálf. Þegar púsla á sex manneskjum á tvö kálfskinn er sofið frekar þröngt. Ég var þó þeirrar gæfu aðnjótandi að sofa á endanum svo ég gat sofið á hliðinni og beigt fæturna örlítið út í dyrakarminn. Við nutum svo nærveru þorpshanans um nóttina og ég get með sanni sagt að ég hafi vaknað við fyrsta hanagal þennan morgunn.

Þá var það morgunverðurinn. Að vísu var splæst í eitt samlokubrauð á liðið. EN. Það var ekki aðal morgunverðurinn….
Kálfablóð. Það er eitthvað sem er nauðsynlegt að drekka fyrir heilsuna, sérstaklega þegar þú ert veikur. Þess vegna var einn hress og sterkbyggður kálfur valinn, hann var skotinn með ör og boga í hálsinn þannig að út lak kröftugur blóðstraumur. Blóðið var sett í bolla. Þetta drukkum við svo í morgunmat. Ég verð að segja að ég meira smakkaði þetta en drakk það. En smakkaði þó. Þetta var mun skárra en ég bjóst við, ekkert sérlega sterkt bragð af því. Blæðingin hjá kálfinum var svo stoppuð með þurrkuðum kúaskít.

Masaaiahelgin endaði svo á ljúfri gönguferð um svæðið þar sem við sáum antilópur, alls kyns fallegar plöntur og tré, týndum saman lækningajurtir við hálsbólgu. Það var svo ljúft að bara loka augunum. Hlusta á fuglahljóð, flugnasuð og stundum heyrðist í kúabjöllum. Mögnuð helgi sem verður lengi í minnum höfð.


                                                    Í góðra vina hópi að gæða okkur á geit

Ég ásamt mannsefninu mínu...

Thursday, April 30, 2015

Styttist í ferðahelgi

Ég er að fara í Masaaia þorp á eftir. Við erum að fara sex saman: Ég, Tanja og Max (frá World Unite, samtökunum mínum), Eva og Marlou (hollensku stelpurnar sem eru líka í Gabriella center) og Anna, sem er sjálfboðaliði á sama stað og Tanja.

Niðurtalning hefur verið í gangi alla vikuna í Gabriella center og spenningurinn er mikill. Masaaiar eru semsagt frumbyggjar sem búa hér á svæðinu. Þeir klæðast rauðum teppum, búa í moldarhúsum og veiða sér til matar. Fjölkvæni er leyft í þessum þjóðflokki og umskurður beggja kynja er framkvæmdur með mikilli viðhöfn og seremóníu. Skora á ykkur að lesa um þetta á Wikipediu (http://en.wikipedia.org/wiki/Maasai_people). 

Okkur til heiðurs verður slátrað geit. Þetta var aukapakki sem við gátum keypt og ég var eiginlega í fararbroddi með að bæta honum við. Þar sem ég hef gert nokkuð úr því að vera ekta íslenskur víkingur sem borðar lambahjörtu og sauma lamba-maga saman, fylli þá af blóði, elda og borða… þá er ég dauðhrædd um að þurfa að standa undir nafni þarna og borða ég veit ekki hvaða hluta af geitinni.


Þetta verður áhugavert, bíðið bara spennt eftir bloggi í næstu viku...

Wednesday, April 29, 2015

Hrísgrjónaakrar go bananaskógur

Ég er búin að hjóla vítt og breitt um nágrennið síðan ég fjárfesti í hjólinu mínu og yfirleitt veitir Sam mér félagsskap. Einn daginn hjóluðum við alla leið að KCMC, aðal spítalanum í norður Tansaníu og það var dágáður hjólatúr. Hjólið mitt virkar. Ég segi ekki meira. Hér eru menn útum allt með poka af verkfærum og varahlutum sem hægt er að fara til ef eitthvað bjátar að hjólinu. Ég er nú þegar búin að fara tvisvar (vegna tvenns konar pedalavanamála) og það er ekkert athugavert við það miðað við 10 daga notkun.

Síðasta laugardag fór ég heldur betur spennandi hjólaferð. Ég var búin að mæla mér mót við Rhamadan aftur, strákinn sem ég fór með í hjólaferð daginn sem ég keypti hjólið mitt. Við hófum ferðina heima hjá honum þar sem ég hitti mömmu hans, systu, systurson og nokkra nágranna. Hann var alveg pott þétt búinn að boða koma mína í heimsókn áður en ég kom. Ég hrósaði tansanískum bönunum í hástert síðast þegar við hittumst og þar af leiðandi var mér réttur diskur kúgfullur af bönunum. Ég sló um mig með orðunum sem ég kann á swahili, sem vakti mikla lukku.

Þá lögðum við af stað. Við hjóluðum í gegnum hverfið hans en svo var hann með fullt af stöðum í huga: við enduðum í allsherjar landbúnaðarferð. Hann sýndi mér hrísgrónaakra. Þeir voru á floti í vatni. Handan hrísgrjónaakurstins var bananaskógur með öpum og þangað var ferðinni heitið. Við lyftum upp hjólunum okkar og byrjuðum að ganga eftir örmjóum, upphækkuðum stígum hrísgrjónaakursins með hjólin okkar. Við fórum líka yfir nokkrar "brýr" sem voru 1 trjádrumbur. En drullan og vatnið jókst bara og jókst  og okkur var ráðlagt af hrísgrjónabóndunum að snúa við, þetta yrði enn verra, svo við snérum við. Næst hjóluðum við milli mangó- og bananatrjáa, sáum ástaraldinstré og fórum að litlu vatni þar sem konur voru að þvo einhvers konar fræ og leggja til þerris. Þwim fannst mikið til myndavélarinnar minnar koma og vildu að ég tæki margar myndir af mér og þeim. 

Að öllu þessu loknu vorum við aftur komin heim til Ramadhans. Mamma hans var búin að elda fyrir okkur og tók ekki annað í mál en að ég borðaði hjá þeim. Ég kom inn til þeirra, þar sem þau buggu í tveggja herbergja húsi (stofa og svefnherbergi). Allir veggir voru þaktir í coca cola veggspjöldum. Mér fannst það pínu spes og spurði Ramadhan útí það. Hann sagði mér að honum hafi áskotnast Coca cola veggspjöld í gegnum gömlu vinnuna sína. Ég sá reyndar að bakvið veggspjöldin var bara einangrunin í húsinu, hrísgrjónapokar. Ég hugsa að þeim hafin fundist stofan snyrtilegri svona.


Ótrúlega áhugaverð hjólaferð númer tvö. Rhamadan og fjölskylda alveg endalaust yndæl eins og Tansaníubúum er lagið.

Thursday, April 23, 2015

Það sem af er viku

Nemendurnir í Gabriella center eru enn í milliannafríi. Fyrstu tvær vikurnar voru notaðar í undirbúning. Þessi vika var hins vera Therapy vika. Við vorum með 10 börn sem komu til að vera í viku í endurhæfingu. Með hverju barni kom móðir, systir eða care taker sem fylgir barninu yfir vikuna, fær fræðslu um fötlun barnsins og fylgir barninu í öllu því prógrammi sem það tekur þátt í til þess að læra hvernig æfingar/meðhöndlun/íhlutun er ráðlögð.

Börnin voru eins misjöfn og þau voru mörg. Í venjulegri viku eru um 80 börn í skólanum en núna voru þau 10. Það varð til þess að starfsfólkið, sérstaklega Brenda, forstöðukonan hefur gefið sér góðan tíma í að útskýra fyrir okkur allt sem er í gangi hjá börnunum, kenna og sýna. Ég er búin að læra heilmikið um alls kyns námsörðugleika, sjónskynjunarerfiðleika, hegðunarvandamál, hreyfingavandamál, lömun eða bara nefndu það. Mér hefur hálf liðið eins og höfuðið á mér væri að springa eftir daginn þegar ég hef komið heim og reynt að lesa krot dagsins yfir og skrifa það samviskusamlega niður til að gleyma því ekki.


Það er átakanlegt að hitta 10 ára barn sem er búið að vera 4 ár í skóla en kann hvorki að skrifa nafnið sitt eða leggja saman tvo og tvo. Hér er einn kennari með 50 börn í venjulegum skólum og ekki hægt að sinna hverju barni fyrir sig. Ég er líka búin að vinna með barn sem lítur út fyrir að vera 4ra ára, hegðar sér eins og 4ra ára en kemst svo að því að barnið er 12 ára. Það hefur aldrei farið í skóla, setið iðjulaust meira og minna alla sína ævi og sáralitla örvun fengið. Fötlunarfordómar koma sterkir þarna inn en þó foreldrar vilji gera meira fyrir börnin sín þá vita þau bara ekki hvernig á að vinna með barnið eða að þau geti leitað sér aðstoðar (Aðstoð er líka alls ekki möguleg fyrir alla). Það er líka gleðilegt að sjá börnin mæta nú með ættingjum sínum í von um breytingar og betri tíma.

Monday, April 20, 2015

Haninn

Þá er það partur 2 síðasta laugardag. Hér er hægt að kaupa lifandi hænur á markaðnum. Það er líka hægt að kaupa tilbúna frysta kjúklinga í súpermarkaðnum og það er yfirleitt gert. Um síðustu helgi ákváðum við, eftir minni bón að kaupa lifandi hænu og elda hana. Mér fannst mikið til þess koma og flestir sem ég umgengst vissu af þessu komandi verkefni mínu. Ég og Sam fórum því í eftirmiðdaginn til bónda í hverfinu, til vinkonu mömmu Rósu sem vissi af komu okkar. Hún var búin að velja handa okkur þennan myndar hana sem við gripum um vængina og röltum með heim.

Þegar heim var komið tók næsta verkefni við. Aflífa hanann (sem Sam gerði) dýfa honum svo í sjóðandi vatn og reita fjaðrirnar af. Ég var vel undirbúin, var búin að kaupa mér hanska. Þegar ég tók þá upp var mikið hlegið en ég sagðist vera með sár á puttanum og VERÐA að nota hanska. Svo var hafist handa við af-fiðrunina. Lyktin af dýrinu var ekki góð.

Næst var að hluta hanann og að sjálfsögðu, eins og sönnum Tansaníubúm sæmir, var allt nýtt (þarmasósusagan um daginn var ekki einsdæmi). Að vísu var tekið innan úr maganum (það sem enn var ómelt). Haninn var svo soðinn vel og lengi, þar á eftir var hann matreiddur með grænmeti og hrísgrjónum. Ég hafði mjög takmarkaða list á kjúklingnum, þar sem blóðlyktin fyllti enn öll mín vit. Ég smakkaði hann þó og hafði mig í að borða magann úr dýrinu líka. Sam sat við hliðina á mér, veifði hausnum á hananum framan í mig, mér til takmarkaðrar ánægju, og borðaði hann með bestu lyst. 

Í gær borðuðum við afganga, þá var matarlystin komin og fannst mér kjúklingurinn mun betri. Hafði mig meira að segja í að naga eina klóna.


                                           Mynd frá hænubúinu (haninn okkar er ekki hér)



                                                                         Bon appétit!
                                           

Sunday, April 19, 2015

Hjólaferðin

Ég átti mjög skemmtilegan dag í gær. Hér kemur partur eitt.
Ég byrjaði daginn á að fara niður í bæ að hitta Marlou og Evu, hollensku stelpunum sem eru í verknámi á sama stað og ég er. Við þurftum að prenta og plasta nokkur blöð. Þegar því var lokið var ég búin að ákveða að láta verða af langþrárðu ætlunarverki. Að kaupa mér reiðhjól
Eina hjólabúðin sem ég vissi um er í hinum enda bæjarinns. Ég lagði af stað en á leiðinni hitti ég flycatcher sem ég tala stundum við (mann sem selur safariferðir). Ég sagði honum að ég ætlaði mér ekki að kaupa ferð á Kilimanjaro í dag því ég ætlaði mér að kaupa mér hjól. Ekki málið, hann vildi sýna mér hvar ég gæti keypt hjól og selt það aftur þegar ég færi. Við af stað og vinur hans með. Ég hélt að hann væri með búð einhversstaðar rétt hjá í huga en nei, hann var greinilega á leið í búðina sem ég ætlaði í. Svo við röltum saman af stað, þeir voru ágætis félagsskapur á göngunni. 

Þá komum við á markaðinn. Vinurinn staðnæmdist fyrir framan einn básinn og sagði: Þetta er besti staðurinn, skælbrosandi. Ég leit á básinn, eins og eitt spurningamerki. Básinn var fullur af töskum. Ég leit heldur undrandi á þá og sagði: I´m looking for a bike. Vinurinn: Bike? I think you say bag. Við héldum áfram. Hjólabúðin var rétt hjá og þangað fórum við. Ég fékk held ég 6 hjálparkokka við að velja mér hjól og þegar ég sá það sem mér leist á hlupu allir til að pumpa betur í dekkin og gera það fínt fyrir mig. Að því loknu fékk ég að prufa hjólið. Þetta var bara ágætis hjól. Við komum okkur saman um ágætis verð og ég bað vinsamlegast um nafn og símanúmer seljandans ef eitthvað þyrfti að laga.

Þá hjólaði ég af stað. Tilfinningin við að hjóla var alveg yndisleg. Ég fékk alveg svona vellíðunartilfinningu niður í tær og fram í fingurgóma. Ég hjólaði og hjólaði og hjólaði. Ég var komin inn í hverfi sem var heldur fátæklegt og allir sem sáu mig fara framhjá hlupu út á götu þegar þau sáu hvítu manneskjuna , veifuðu og kölluðu Jambo (hallo) af lífs og sálar kröftum. Þegar ég ætlaði að hjóla til baka var greinilega búið að kalla til enskumælandi manneskjuna í hverfinu sem hljóp af stað til að spjalla við mig. Það var hinn yndæli Ramadani. Ég sagði honum að ég væri að skoða mig um í Moshi á nýja hjólinu mínu. Hann var ekki lengi að hlaupa til, sækja sitt og bauðst til að sýna mér um.  Það var ég nú heldur betur til í og við enduðum í 2ja eða 3ja tíma hjólaferð vítt og breitt um bæinn og úthverfin. Fyrst sýndi hann mér helstu byggingar bæjarinns (ég hafði séð margar þeirra en vissi ekki hvað þær voru). Svo sýndi hann mér kaffiverksmiðju, brugghús og járnsmiði að vinnu ásamt ýmsu öðru. Þegar ég sagði honum hvað ég væri að gera í Tansaníu fór hann með mig túr um helstu heilbrigðis- og endurhæfingarstofnanir bæjarinns. Við stoppuðum líka við heima hjá honum í miðri ferðinni (vorum svolítið á vappinu fram og aftur). Hann rekur litla búð fyrir utan húsið sitt og við fengum okkur banana í síðdegiskaffi auk þess sem ég hitti myndarlega kökusneið af hverfinu í leiðinni.


Þegar ég kom heim tók ég eftir því að ég var með risastóra blöðru á fætinum og bakið á mér var skaðbrennt. Ég hafði ekkert tekið efir því í hjóla-sælu-vímunni minni.


Við stoppuðum í búðinni hjá Ramadani. Hittum systur hans og nágranna og borðuðum banana.

Wednesday, April 15, 2015

Heimilisathuganir

Í byrjun apríl fóru börnin í skólanum í mánaðarlangt frí (milliannafrí) sem er þrisvar á ári með jöfnu millibili. Gabriella centre er skóli þar sem höfuðáherslan er á endurhæfingu og gera börnin sjálfstæð í samfélaginu en einnig er lagt uppúr hefðbundnari skólaverkefnum eins og skrift og stærðfræði. Foreldrarnir komu að sækja börnin í vikunni fyrir páska þar sem þeir fengu viðtal við kennara og iðjuþjálfa barns síns og flestir dvöldu svo í skólanum eða nágrenni fram yfir einhverfudaginn til að geta tekið þátt í honum. Í foreldraviðtölunum var rætt við foreldra um hvernig gengi heima/hafi gengið í síðasta fríi. Einnig var rætt um hvaða verkefni nemandinn hafi unnið að á síðustu önn og hvað skólinn vildi að unnið væri með heima í fríinu.

Nú eru tíu dagar liðnir af fríinu og í þessari viku var farið í heimilisathuganir til að athuga hvernig gengur, hvort verið sé að vinna að áætluninni sem var gerð og hvort við gætum aðstoðað á einhvern hátt við að framfylgja henni. Einnig er gott að koma í heimsókn á heimilin til að fá raunhæfa mynd af heimilisaðstæðum og hvernig hægt er að vinna með þær bæði heima og í skólanum.

12 börn úr skólanum voru valin að þessu sinni til að heimsækja. Ég og Mde, sem er iðjuþjálfi og eðalpía fengum einn hópinn. Heimsóknunum var skipt niður eftir búsetu og svo skiptust starfsmenn á upplýsingum eftir því hver hafði umsjón með barninu. Í hópnum okkar voru 3 börn en við heimsóttum tvö þar sem eitt var ekki heima.

Að sumu leiti voru heimilisathuganirnar eins og heima á Íslandi. Við fórum af stað með vissa þætti sem við vildum skoða. Í heimsóknunum var heimilið og umhverfið skoðað til að meta möguleika og hindranir. Einnig rætt við nemanda og forráðamenn, nemandinn beðinn um að vinna nokkur verkefni svo hægt væri að sjá hvernig gengi. Allt var svo skráð rækilega niður.

Að öðru leiti voru heimsóknirnar öðruvísi. Á heimilisathugunarblaðinu voru spurningar eins og: x). er heimilið búið til úr steypu/múrsteinum/mold? x).hvernig er aðgengi að rafmagni og vatni? x). Hver eru viðhorf fjölskyldunnar til barnsins? x). Hver eru viðhorf nágranna til barnsins? Þegar umhverfið var skoðað þurfti að skoða hvaða dýr þau ættu og við hvað foreldrarnir störfuðu, útfrá því gátum við ályktað útí hvaða starfsstétt barnið gæti líklega farið í í framtíðinni.

Í fyrri heimsókninni var búið að útbúa veitingar og byrjað var á að setjast niður og spjalla um hvernig gengi. Þau bjuggu í tveggja herbergja múrsteinahúsi. Eftir samtalið var ákveðið að fylgjast með barninu þvo þvott þar sem við komum með tillögur um hvað hún gæti gert til að vinna sér vekið auðveldara. Þar á eftir var gengið um svæðið þeirra til að skoða hvaða möguleikar væru í stöðunni varðandi áherslur á komandi önn (í þessu tilfelli var fjölskyldan t.d. með svín og hænur svo sjálfstæði við meðhöndlun á þeim dýrum eru verkefni sem þarf að vinna með á næstu önn).

Þá var það næsta heimsókn. Ekki hafði náðst í það heimili símleiðis en fjölskyldan sem við heimsóttum fyrst vissi hvar hin stelpan átti heima. Við örkuðum því af stað með fríðu fylgdarliði í gegnum hverfið, sem aðallegu voru maísakrar í mikilli grósku með troðningum á milli garða sem við gengum eftir. Fjölskylda 2 var heima. Þegar við mættum á svæðið var okkur tekið opnum örmum af öllu hverfinu og allir hlupu inn í hús sín til að redda okkur stólum. Sú fjölskylda bjó í moldarhúsi svo við sátum bara fyrir utan og allt hverfið settist með okkur, vorum ábyggilega svona 12.

Ótrúlega áhugaverður dagur, að upplifa fjóra klukkutíma í hefðbundnu Tansanísku sveitalífi, rölta um maísbreiður og fara í heimilisathugun í moldarhús. 



Ég smellti einni mynd úr hverfinu sem við vorum í